Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Gæti orðið heitavatnslaust í Reykjanesbæ: „Maður býr sig und­ir það versta en von­ar það besta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þor­vald­ur Þórðar­son pró­fess­or í eld­fjalla- og berg­fræði segir í samtali við mbl.is að líkleg staðsetning nýs goss sé í Illahraunsgígum en þeir eru staddir um það bil einum kílómetra frá orkuverinu í Svartsengi og Bláa lóninu. HS veitur og HS orka vinna að aðgerðaráætlun sem send verður yfirvöldum svo tryggja megi lágmarks kyndingu á svæðinu. „Maður býr sig und­ir það versta en von­ar það besta,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar í samtali við mbl.is.

„Við erum komin í það viðbragð að rýma Svartsengi, Bláa lónið og Grindavík ef við höfum einhvern grun um að gos sé í aðsigi. Ekki bíða þar til gos er hafið,“ sagði Þorvaldur í samtali við Víkurfréttir.

„Ef gossprunga opn­ast á þess­um slóðum þá eru bæði Svartsengi og Bláa lónið ber­skjölduð. Menn eru að hugsa um hvernig hægt yrði að vernda það svæði og leggja leiðigarða þannig að hægt verði að leiða hraunið frá þess­um innviðum,“ segir Þorvaldur í samtali við mbl.is og bendir á að kvikan myndi renna mjög fljótt yfir vegna efnasamsetningu hennar.

„Við vit­um að þeir geta farið mjög hratt yfir í upp­hafi og þótt upp­hafs­fasinn yrði ekki lengri en 15 mín­út­ur eða klukku­stund, þá geta slík hraun runnið með hraða sem nem­ur nokkr­um tug­um kíló­metra á klukku­stund,“ seg­ir Þor­vald­ur.

Gríðarleg áhrif á íbúa

Virkjunin á Svartsengi sér íbúum í Reykjanesbæ fyrir heitu vatni og að hluta rafmagni. Komi til þess að virkjunin yrði fyrir eldgosi getur það haft gríðarleg áhrif á íbúa svæðisins sem reiðir sig á hitaveituna til að kynda húsin sín.

- Auglýsing -

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir í samtali við mbl.is: „Ef að það dett­ur út þá verður kalt í hús­um á vetr­ar­mánuðum og mun hafa mik­il áhrif á okk­ur,“ seg­ir Kjart­an.

„Mér er sagt að það væri hægt að bjarga neyslu­vatni, köldu vatni, í ein­hverj­um mæli, þó ekki í sama magni og það er í dag. Það þyrfti vænt­an­lega að skerða það eitt­hvað,“ segir Kjartan og að hann voni það besta. HS veitur og HS orka vinna nú að aðgerðaráætlun sem send verður yfirvöldum svo tryggja megi lágmarks upphitun á svæðinu.

„En gos á svæðinu getur líka eyðilagt borholur HS í Svartsengi, en þær sjá að mestu um allt heitt vatn sem notað er á Suðurnesjum.

Rafmagnsframleiðsla í Svartsengi leggst þá af, sem mun leiða af sér að gera má ráð fyrir að skammta þurfi rafmagn á veitusvæðinu og ef Suðurnesjalína skaddast vegna hraunrennslis verður það óumflýjanlegt. Slíkt hefur áhrif á alla íbúa Suðurnesja, heimilin verða ljós- og rafmagnslaus, ekki er hægt að hlaða rafmagnsbíla og ekki er hægt að fylla á bensín og díselbíla, því bensínstöðvarnar verða jú líka rafmagnslausar,“ bendir Garðar Lárusson rekstrarráðgjafi og sérfræðingur í raforkumálum á, í færslu á Facebook.

Tengdar fréttir:

Möguleiki gufusprenginga og gjóskufalls í upphafi goss: „Þegar kvikubráðin nær upp í jarðsjóinn“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -