Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

„Gæti styrkt áhuga manna á að ráða Katrínu sem næsta framkvæmdastjóra NATO. Starfið losnar í haust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson segir allar vísbendingar benda til þess að dómsmálaráðherra hafi náð að vopnavæða hvern einasta lögreglumann á landinu og það án nokkurrar umræðu.

Í nýrri færslu, sem er að vanda stútfull af ískaldri hæðni, veltir ritstjóri Wikileaks, Kristinn Hrafnsson, fyrir sér vopnakaup lögreglunnar fyrir leiðtogafundinn í maí. Lögreglan hefur ekki gefið upp heildarfjölda skotvopna sem keypt voru fyrir fundinn en gefið upp heildarverð, sem er upp á 185 milljónir króna.

Í færslunni, sem hann segist setja fram með fyrirvara um innkaupsverð, reiknar hann út að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi náð að skotvopnavæða hvern og einn einasta lögreglumann á landinu. Ljósmynd birti Kristinn með færslunni sem sýnir Margréti Thatcher stilla sér upp með sérsveitarmönnum með svipaða vélbyssu og Jón keypti og stingur hann upp á að Katrín Jakobsdóttir taki eins ljósmynd. Segir það gæti styrkt áhuga manna á að ráða hana sem næsta framkvæmdarstjóra NATO en staðan losnar í haust.

Færsluna má lesa hér að neðan:

„Þá er upplýst að lögreglan keypti inn með leynd í skjóli leiðtogafundarins Glock skammbyssur og Heckler & Koch MP5 vélbyssur.

Það virðist útilokað að fá lögregluna til að gefa upp fjöldann af vopnum í þessum kaupum, aðeins heildarverð upp á 185 milljónir króna. Hvers vegna í ósköpunum er þessi feluleikur? Menn bera fyrir sig þjóðaröryggis- og almannahagsmuni.
Á leiðtogafundinum voru ræstir út 650 lögreglumenn – sum sé allir menn í búningum en auk þess 120 svokallaðir „borgaralegir“ starfsmenn. Við skulum vona að einhver hafi verið við til að svara símanum og að drjúgur hluti þessara borgaralegu starfsmanna hafi sinnt þeim verkefnum – óvopnaðir. Segjum að 600 hafi verið vopnaðir nýjum skammbyssum og rifflum.
Það er hægt að finna á netinu verð á nýrri Glock skammbyssu sem sérstaklega er sögð fyrir lögreglusveitir (Glock17 – Gen5). Þar er verðið hundrað þúsund krónur og ef gert er ráð fyrir einhverjum afslætti í magninnkaupum ætti að vera hægt að fá 600 byssur fyrir 60 milljónir. Erfiðara er að finna verðmiða á H&K MP5 en ef giskað er á 200 þúsund krónur stykkið kosta 600 stykki 120 milljónir króna. Sum sé 600 manna herlögreglusveit með nýjum vopnum fyrir 180 milljónir.
Ef þarf að senda menn af símsvörunar- og skýrslugerðarvaktinni útá götu verða þeir að láta sér duga gamla dótið sem var til fyrir m.a. hjá víkingasveitinni.
Nú er þetta sett fram með fyrirvara um innkaupsverð en allar vísbendingar eru um að Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafi náð að varanlega vopnavæða hvern einasta lögreglumann í landinu. Án þess að nokkur umræða færi fram.
Ég sé á nokkrum stöðum í umfjöllun um hinar sívinsælu Heckler & Koch MP5 vélbyssur að þær hafi verið í sérlegu uppáhaldi hjá Margréti Thatcher, breska forsætisráðherranum fyrrverandi. Hún lét einmitt taka mynd af sér með breskum sérsveitarmönnum með MP5 byssur.
Mér finnst tilvalið að Katrín Jakobsdóttir fylgi fordæmi Thatchers og fái af sér svona mynd.
Það gæti styrkt áhuga manna á að ráða hana sem næsta framkvæmdastjóra NATO.
Starfið losnar í haust.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -