Laugardagur 30. september, 2023
9.1 C
Reykjavik

Gagnrýna starfslokasamninga fráfarandi bankastarfsmanna: „Miklu betra en að vera í mafíunni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi UNRIC og fyrrum fjölmiðlamaður gagnrýnir stjórnendur Íslandsbanka harðlega í nýrri færslu á Facebook. Egill Helgason tekur undir.

Óhætt er að segja að þjóðfélagið hafi logað að undanförnu vegna skýrslu Fjármálaeftirlitsins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en þrír stjórnendur hafa þurft að taka poka sinn vegna málsins. Árni Snævarr gagnrýndi fréttir af starfslokasamningum stjórnendanna sem skipta tugum milljóna. Færsluna má lesa hér að neðan:

„Nú klúðra nokkrir einstaklingar vandasömu verkefni, valda vinnustaðnum stórskaða og álitshnekki við að skara eld að sinni köku. Skal þeim þá launað með hóglífi við að gera ekki neitt í heilt ár á ofurlaunum sem þeir fengu fyrir að bera svo mikla ábyrgð. Þeir sem ekki eru svo heppnir að fá þennan frábæra díl fyrir að snuða almenning, kaupa sér rándýrt einbýlishús og þurfa ekki einu sinni að selja gömlu glæsivilluna. Ég ætla að snúa mér að innhverjaviðskiptum þegar ég verð stór – allt (sennilega) löglegt og allir fara hlæjandi í og úr bankanum. Miklu betra en að vera í mafíunni, enginn fer í fangelsi en allir fá skrilljón milljónir þegar þeir fara yfir byrjunarreitinn.“

Fjölmiðlarisinn Egill Helgason deildi færslu Árna og bætti við eigin skoðunum um málið:

„Bankarnir auglýsa sífellt eins og þeir séu vinir manns. En það eru þeir auðvitað ekki – þeir taka bara og taka frá fólki sem verður að þiggja kaupið sitt í gegnum banka, frá þeim sem eiga sparifé og þeim sem taka lán. Og bíræfni stjórnendanna er lygileg. Tími bankastarfsemi af þessu tagi hlýtur að líða undir lok.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -