Fimmtudagur 28. mars, 2024
1.8 C
Reykjavik

Gagnrýna umfjöllun Íslands í dag: „Tóku þátt í ofbeldi gegn þolanda ofbeldis og barni hennar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hópurinn Líf án ofbeldis gagnrýnir umfjöllun Íslands í dag á Stöð 2 harðlega þar sem rætt var við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttir. Í þættinum sagði Kolbrún frá atburðarrás sem varð til þess að hún var ákærð fyrir lík­ams­árás á barn­s­móður eig­in­manns síns. Í þættinum ræddi Kolbrún einnig mál eiginmanns síns, Ólafar William Hand, sem hlaut dóm árið 2019 fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni.

Viðtalið við Kolbrúnu var sýnt í gær. Frosti Logason tók viðtalið við Kolbrúnu.

Sigrún Sif Jóelsdóttir, ein talskvenna hópsins Líf á ofbeldis, tjáir sig um þáttinn á Facebook-síðu sinni. Í færslu sinni bendir hún á að „skautað hafi verið fram hjá því“ að greina nægilega vel frá dóminum sem Ólafur hlaut.

„Í þættinum Ísland í dag þar sem spilað var viðtal við eiginkonu Ólafs Hand og fjallað var um sakfellingu yfir Ólafi og ákæru á hendur þeim hjónum í kvöld er alfarið skautað framhjá því að nefna fyrir hvað Ólafur var sakfelldur og á hvaða grunni sem hlýtur að vera grundvallaratriði í fjölmiðlaumfjöllun um málið. Rétt er að halda því til haga að í dóminum yfir Ólafi William Hand kemur fram að hann hafi tekið barnsmóður sína hálstaki, þrengt ítrekað að hálsi hennar og hrint henni þannig að hún féll í gólfið og að gögn og myndir af bráðamóttöku LSH leiði í ljós „marga yfirborðsáverka á hálsi, tognun og ofreynslu á hálshrygg, yfirborðsáverka á bakvegg og brjóstkassa“,“ skrifar Sigrún.

Hópurinn hafði fyrr í vakið athygli á umfjölluninni og gagnrýndu að til stæði að sýna þáttinn á „besta tíma í sjónvarpi“.

„Síðan hvenær fá eiginkonur dæmdra ofbeldismanna platform á besta tíma í sjónvarpi allra landsmanna til þess að lýsa yfir sakleysi þeirra? Mega eiginkonur dæmdra nauðgara þá kannski gera ráð fyrir að fá slíkt pláss líka? Við fordæmum Stöð 2 fyrir að taka þátt í að gefa þessu fólki endurtekið rými í fjölmiðlum til þess að beita barn og konu samfélagslegu ofbeldi,“ var skrifað í færslu sem birtist á mánudaginn.

- Auglýsing -

Aktívistinn og baráttukonan Elísabet Ýr er einnig ein þeirra sem hefur gagnrýnt umfjöllun Íslands í dag. „Mig langar bara segja það upphátt að Sindri Sindrason og Frosti Logason tóku þátt í ofbeldi gegn þolanda ofbeldis og barni hennar í kvöld. Með þætti Ísland í dag voru þeir að beita hana og barnið ofbeldi. Fokkið ykkur.“

- Auglýsing -

Brynhildur Yrsa spyr hverjir ætla að segja upp áskriftinni að Stöð 2 eftir umfjöllun Frosta.

Um 80 konur, stuðnings­hópur ó­lög­ráða barns, gáfu í gær út yfir­lýsingu sem birtist á vef Vísis þar sem viðtalið var gagnrýnt. „Að fjölmiðill, með sitt vald, taki jafn skýra afstöðu í jafn viðkvæmu máli er einsdæmi. Stöð 2 veitir hjónunum sérmeðferð sem varla nokkurt annað sakað fólk hefur áður fengið,“ segir meðal annars í þeirri yfrlýsingu.

Þess má geta að upphaflega stóð til að sýna þáttinn 24. febrúar.

„Í dag var tekin sú ákvörðun að fresta sýningu þessari umfjöllun. Við höfum rætt við báða málsaðila og stefnum að því að fjalla um þetta mál síðar í vikunni og þá munu báðir málsaðilar eiga þess kost að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“Sagði Frosti í svari sínu til Hringbrautar.

Þátturinn var þá á dagskrá í gærkvöldi og var tekið fram í lok hans að barnsmóðir Ólafar hafi ekki viljað tjá sig fyrir þáttinn.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -