Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Gagnrýnir forræðishyggju yfirvalda: „Það verður alltaf til fólk sem kýs að setja sig í hættu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson gagnrýnir það sem hann kallar „forræðishyggjutón“ sem heyrist frá yfirvöldum varðandi komandi eldgoss. Færslan hefur vakið mikla athygli netverja.

Ritstjórinn hvíthærði, Kristinn Hrafnsson skrifaði færslu í dag á Facebook þar sem hann spyr hvaða lög kveði á um þá „skyldu yfirvalda að hindra að fólk fari sér að voða ef það endilega vill?“. Segir hann að fjöldi manns hafi ánægju af því að koma sér í hættulegar aðstæður og sumir telji það jafnvel sport. Nefnir hann fjallaklifur sem dæmi. „Flestir sleppa lifandi en einn og einn lætur lífið, til dæmis í fjallaklifri. Það er jafnvel fjallað um það sem hetjudauða, ef fjallið er nógu frægt og hátt.“

Bendir Kristinn á að mestar áhyggjur séu af ferðamönnum en staðreyndin sé sú að enginn þeirra hafi farið undir hraun í síðustu tveimur eldgosum. Fleiri hafi drukknað í Reynisfjöru á liðnum árum. Þó segir Kristinn að það sé rétt að reyna sitt besta við að koma skilaboðum til ferðamanna að „þeir séu að fara í lífshættu, eiga ekki rétt á neinni björgun og fá enga kirkjulega blessun ef þeir kjósa eigin bálför í 1100 gráðu fljótandi hrauni.“ Ennfremur sagði hann: „Það verður alltaf til fólk sem kýs að setja sig í einhverja hættu, sumir eru bjánar sem geta ekki metið hætturnar, aðrir gera þetta eftir yfirlegu og faglegt mat. Það er erfitt að koma í veg fyrir einhver afföll í báðum hópum. Þannig er það bara.“

Í lokaorðum sínum er Kristinn ansi kaldhæðinn er hann skýtur á bæði yfirvöld og lögregluna. „Þess utan er holur hljómur í barnfóstruhlutverki yfirvalda þegar þau leggja lykkju á leið sína til að taka ekki á alvarlegustu glæpum gegn þjóðinni eins og djúpri, kerfislægri spillingu. Eina viðbragðið við vaxandi gosóróa vegna hennar er að þungvopna íslenska herlögreglu til að til að bregðast við með kúlnahríð ef gýs.“

Hægt er að lesa færsluna í heild sinni hér að neðan:

„Á hvaða lagagrunni hvílir sú skylda yfirvalda að hindra að fólk fari sér að voða ef það endilega vill? Þetta er nefnt þar sem strax er farið að bera á forræðishyggjutóni vegna verðandi eldgoss. Fjöldi manna hefur mikla ánægju af því að setja sig í hættu og telur það sport. Flestir sleppa lifandi en einn og einn lætur lífið, til dæmis í fjallaklifri. Það er jafnvel fjallað um það sem hetjudauða, ef fjallið er nógu frægt og hátt.

Mestar áhyggjur eru af ferðamönnum en enginn þeirra hefur samt farið undir hraun í síðustu tveimur gosum. Til samanburðar hafa fimm drukknað við Reynisfjöru á liðnum árum og tugir verið hætt komnir. Varðandi gosið er rétt að reyna eftir bestu getu að koma þeim skilaboðum til þeirra að þeir séu að fara í lífshættu, eiga ekki rétt á neinni björgun og fá enga kirkjulega blessun ef þeir kjósa eigin bálför í 1100 gráðu fljótandi hrauni.
Yfirvöld eiga einnig að halda Íslendingum vel upplýstum um hætturnar og ítreka að fólk fari á svæðið á eigin ábyrgð.
Það verður alltaf til fólk sem kýs að setja sig í einhverja hættu, sumir eru bjánar sem geta ekki metið hætturnar, aðrir gera þetta eftir yfirlegu og faglegt mat. Það er erfitt að koma í veg fyrir einhver afföll í báðum hópum. Þannig er það bara.
Þess utan er holur hljómur í barnfóstruhlutverki yfirvalda þegar þau leggja lykkju á leið sína til að taka ekki á alvarlegustu glæpum gegn þjóðinni eins og djúpri, kerfislægri spillingu. Eina viðbragðið við vaxandi gosóróa vegna hennar er að þungvopna íslenska herlögreglu til að til að bregðast við með kúlnahríð ef gýs.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -