Laugardagur 27. maí, 2023
5.1 C
Reykjavik

Gagnrýnir skort á neyðarþjónustu eftir andlát við Gullfoss: „Manni fannst þetta allt mjög hægt“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hann horfir á eina þeirra og segir „hey, miss“. Svo fellur hann á hnén fyrir framan hana,“ sagði Halldór Jón Jóhannesson, leiðsögumaður hjá Iceland Luxury Expedition og tónlistarmaður, í samtali við Vísi. Halldór var vinur Hjartar Howser sem var bráðkvaddur við Gullfoss þann 24.apríl síðastliðinn. Halldór var í þjálfunarferð með þrjár konur þegar hann mætti Hirti og stoppuðu þeir til þess að spjalla saman. Stuttu síðar hneig Hjörtur niður.

Halldór segir í viðtalinu að neyðarþjónusta við vinsælustu ferðamannastaði landsins sé til skammar en tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á neyðarlínuna og þar til sjúkrabíll mætti á vettvang. Eftir að Halldór hafði hnoðað Hjört í um sjö mínútur kom franskur læknir og tveir hjúkrunarfræðingar sem tóku við að hjartahnoðinu svo Halldór gæti talað við Neyðarlínuna. „Símasamband á neðra planinu við Gullfoss er hrikalega slæmt þannig að það slitnaði í miðju símtali. Ég þurfti að hringja aftur inn og þá fer tími í að opna málið aftur þannig að manni fannst þetta allt mjög hægt,“ sagði Halldór sem vissi að sjúkrabíll kæmi frá Selfossi og bætti við: ,,Ég spurði hvort væri ekki ráð að senda þyrluna strax af stað.“

Landhelgisgæslunnni barst utkall klukkan 15:32 en Halldór hringdi fyrst á Neyðarlínuna klukkan 15:24. Þyrlan fór í lofið tíu mínútum síðar og var lent klukkan 16:11 en þá var sjúkrabíll kominn á vettvang og Hjörtur úrskurðaður látinn. Halldór segir nauðsynlegt að neyðarmiðstöð með sjúkrabíl sé í grennd við fjölmennustu ferðamannastaði landins. „Ef það hefði verið eitthvað slíkt þarna hefði það sennilega getað skipt sköpum,“ segir Halldór en andlát vinar hans og kollega var mikið áfall. „Maður er svo hjálparlaus. Þetta var gríðarlegt áfall.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -