Mánudagur 9. september, 2024
3.8 C
Reykjavik

Gamaldags dönsk kúgun í Stykkishólmi: „Átti að láta listamanninn finna til samviskubits“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Smári Tarfur Jósepsson, einn færasti gítarleikarinn í sögu Íslands, vandar aðstandanum Danskra daga í Stykkishólmi ekki kveðjurnar í pistli sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Facebook. Þar greinir hann frá því að hann hafi verið beðinn um að koma fram á hátíðinni sem hefst á morgun. Honum brá heldur betur þegar sá hvað hátíðin var tilbúin að borga honum fyrir framlag sitt.

Ég var því miður bókaður þennan tiltekna dag en þakkaði pent fyrir mig. Notaði tækifærið í leiðinni og benti á að umrædd upphæð væri allt of lág. Reyndar hafði fulltrúi hátíðarinnar nefnt að „bara lágmark” yrði greitt fyrir framkomuna. Upphæðin getur reyndar ekki talist „lágmark“ þar sem hún dygði ekki fyrir kostnaði.

Eftir að hafa bent á það, var stiginn smá darraðadans. Það átti að láta listamanninn finna til samviskubits fyrir að hafa minnst á fjármálin og fyrir það að hann væri nú ekki til í að taka þátt í „samfélags- og sjálfboðavinnu“ sem að allir aðrir voru svo „hrikalega ánægðir að fá að vera með [í] og gefa til samfélagsins“.“

Aðkomufólk stendur sig betur en íbúar

Smári benti í framhaldinu á að þetta væri langt undir opinberum taxta FÍH og fékk þau svör að enginn væri að vinna samkvæmt taxta á hátíðinni. Það þykir Smára nokkuð sérstakt en hann bjó sjálfur í Stykkishólmi sem unglingur.

„Fyrr í sumar stóð hópur aðkomufólks fyrir annarri tónlistarhátíð sem nefnist Sátan. Höfðu hljómsveitir orð á því að öll umgjörð tengd þeirri hátíð var með miklum sóma. Þar fékk hver og einn einasti listamaður greitt fyrir sína vinnu. Því jú….þetta er — sannarlega — vinna.“

Smári telur að gildi Danskra daga vera skökk.

„Í Stykkishólmi er starfræktur prýðis tónlistarskóli. Ég þykist nokkuð viss um að stefnan þar á bæ sé ekki að fólk, sem þangað sækir nám, eigi síðar meir að gefa vinnuna sína. Nógu mikið er um það fyrir á tímunum sem við lifum, samanber öll tónlistin sem streymist úti um alla veröld fyrir hlægilega lágar upphæðir eða jafnvel að kostnaðarlausu.

- Auglýsing -

Ég og félagar mínir erum allir af vilja gerðir þegar kemur að góðgerðarmálum og tónleikum sem tengjast þeim. Þar á mjög vel við að gefa vinnuna sína og er sjálfsagt mál. Þessi tiltekna hátíð fellur ekki undir þann hatt.“

Dönsk kúgun

Gítarleikarinn heldur áfram og segir að kannski ætti þetta ekki að koma á óvart þar sem Danir drottnuðu lengi yfir Íslendingum og nefnir einokun Dana með verslun sem dæmi.

„Danskir dagar eru máski bara í takt við það — að halda gömlu, góðu dönsku kúguninni áfram.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -