Mánudagur 2. desember, 2024
1.7 C
Reykjavik

Gekk 16 kílómetra í snjóbyl til að kjósa: „Lét ákveðinn flokk eiga sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Guðbjartsson læknir kaus í fyrsta skipti í sinni heimabyggð í dag. Gekk hann heila 16 kílómetra í snjóbyl til að ná að kjósa.

Tómas Guðbjartsson
Ljósmynd: Facebook

Göngugarpurinn og læknirinn Tómas Guðbjartsson gerði sér lítið fyrir í dag og gekk 16 kílómetra í snjóbyl svo hann gæti kosið í sinni heimabyggð, Bíldudal. Var hann að eigin sögn klæddur í lopapeysu og með húfu eins og Gísli í Uppsölum heitinn bar gjarnan. Sagðist hann hafa látið „ákveðinn flokk eiga sig“ og vitnaði í orðheppinn frænda sinn sem sagði að kysi maður þann flokk, kæmist maður hvorki til himna né helvítis.

Hér má lesa færslu Tómasar sem hann birti á Facebook í dag:

„Ég kaus í fyrsta skipti í minni heimabyggð á Bíldudal í dag. Gekk 16 km fram og til baka frá Andahvilft á kjörstað og það í norðanbyl. Tók lopapeysuna á þetta og Gísla frá Uppsölum húfuna mína – en Gísli var jú búsettur í Selárdal, einum Ketildala – og þótti skrítinn eins og ég. Annars erum við bara tveir eftir náfrændurnir í hinum víðfeðmu Ketildölum – Víðir Hólm Guðbjartsson og ég – og ku kjörsókn hjá okkur Dalakútum vera 100% – sem sennilega er Íslandsmet. Lét ákveðinn flokk eiga sig – en orðheppinn frændi minn heitinn úr Hvestudal sagði að kysi maður þann flokk fengi maður hvorki aðgang að himnaríki né helvíti! Það hefði hann sannreynt á eigin skinni þegar hann var nær-dauður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -