Föstudagur 29. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Gengur hægt að ná saman um stóru málefnin á COP29: „Ég er sjálf ekki bjartsýn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hægt gengur að ná saman um stóru málefnin á COP29.

Ungir umhverfissinnar (UU) eru með tvo fulltrúa á 29. aðildaríkjaþingi Sþ. um loftslagsbreytingar (COP29) sem er haldið í Baku, Aserbaidjsan milli 11.-22. nóvember til að fylgjast grannt með ákvörðunum sem þar verða teknar. Á ráðstefnunni hafa fulltrúarnir tekið þátt í ýmsum viðburðum, talað í pallborðum, haldið kynningu um Sólina sem er einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir alþingiskosningar, fylgst með samningaviðræðum, veitt sendinefnd Íslands aðhald, fundað með öðru ungu fólki og ýmsum samtökum og ráðafólki eins og Fossil Fuel Treaty og Nordic Council of Ministers svo eitthvað sé nefnt.

Að sögn hringrásafulltrúa Ungra umhverfissinna gengur hægt að semja um stærstu málaflokkanna á ráðstefnunni:

„Núna er seinni vika loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP29, hafin og enn á eftir að semja um alla stærstu málaflokkana, þar á meðal samkomulag um aukin fjárframlög til loftslagsaðgerða í þróunarlöndum. Þetta gengur heldur hægt og er óljóst hvort það nái að klára það sem þarf að klára. Ég er sjálf ekki bjartsýn á að það sem kemur út úr ráðstefnunni verði fullnægjandi til að uppfylla öruggara markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1.5 gráður á Celsíus umfram það sem var fyrir iðnbyltingu, sem mér finnst óásættanlegt,“ segir Laura Sólveig Lefort Scheefer, hringrásafulltrúi UU.

Bætti hún við: Ég tel það mjög mikilvægt að olíuríki séu mætt á COP29 en það er út í hött að hagsmunaaðilar olíu fái 1.773 aðgengi að ráðstefnunni en þau 10 ríki sem eru sögð viðkvæmust fyrir loftslagsbreytingum eiga bara 1.033 fulltrúa á henni. Það er ljóst að það þarf að endurskoða fyrirkomulagið á þessum ráðstefnum til framtíðar.“

Nánari upplýsingar um markmið UU á COP29 má finna hér.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -