Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Gera kvennaútgáfu af Síðustu veiðiferðinni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Gagga Jónsdóttir mun í júlí hefja tökur á nýrri gamanmynd sem hlotið hefur nafnið Síðasti saumaklúbburinn og sögð er kvennaútgáfan af hinni geysivinsælu kvikmynd Síðasta veiðiferðin. Framleiðendur myndanna eru þeir sömu og nýverið hlaut Síðasti saumaklúbburinn hæsta styrkinn í aukafjárveitingu Kvikmyndasjóðs Íslands vegna kórónaveirufaraldursins, alls þrjátíu og fimm milljónir króna.

Í spjalli við kvikmyndir.is upplýsir Þorkell Harðarson, einn mannanna á bakvið Síðustu veiðiferðina að Síðasti saumaklúbburinn verði algjörlega sjálfstæð kvikmynd og myndirnar tvær séu lítið tengdar nema í anda.  „Þessi mynd verður eflaust miklu betri en okkar,“ segir Þorkell í spjallinu.

Hann upplýsir ennfremur að Gagga hafi komið til framleiðendanna svo að segja daginn eftir að Síðasta veiðiferðin var frumsýnd og sagst ætla að gera kvennaútgáfu af myndinni.

„Hún fékk mánuð til að skrifa þetta og vann að handritinu með Snjólaugu Lúðvíksdóttur uppistandara. Þær kláruðu handritið, okkur fannst það frábært og síðan kom þessi COVID-sjóður, sem við sóttum um og þetta passaði mjög vel inn í það. Við fengum styrk og ákváðum þá að kýla á þetta. Það þýðir ekkert að hanga og bíða endalaust. Það þýðir ekkert annað en að nýta þessa orku sem er til staðar í stað þess að hanga yfir öllu og ofhugsa þetta,“ segir hann.

Áætluð frumsýning Síðasta saumaklúbbsins er í  febrúar eða mars á næsta ári. Ekki hefur enn verið tilkynnt hvaða leikarar fara með helstu hlutverkin í myndinni en Þorkell segir að það verði gert á næstu dögum.

Mynd: Markell productions

 

- Auglýsing -

 

„Kvennaútgáfa“ Síðustu veiðiferðarinnar á leið í tökur

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -