Netuppboð óskilamuna hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefst í dag klukkan 16 og stendur uppboðið til 27. september kl. 21.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur gert samning við Vöku um að sjá um uppboðið og verður það haldið á vef Vöku.
Hægt verður að skoða munina í húsnæði Vöku þriðjudaginn 22. september frá 16-18, fimmtudaginn 24.september frá 16-18 og laugardaginn 26. september frá 12-14.
Uppboð lögreglunnar hafa oft verið fjölsótt og fast boðið í og hart barist um reiðhjól og fleiri óskilamuna þar til hamar uppboðshaldara fellur.
Ert þú með ábendingu um neytendamál? Sendu póst á [email protected].