Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

„Getur virkilega verið að yfirmaður tæknimála hjá RÚV sé á mála hjá samkeppnisaðilanum?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir grunar tæknideild RÚV um græsku því netútsendingar eru áberandi verri hjá Ríkisútvarpinu en hjá helstu samkeppnisaðilum. Hún segir að það gerist aftur og aftur að Rás 1 og Rás 2 frjósa. Líklega kannast fleiri við þetta.

Anna skrifar á Facebook: „Um daginn sendi ég inn kvörtun til tæknideildar RÚV vegna lélegs netsambands. Netútsendingin fyrir Rás 1 og Rás 2 er að frjósa hvað eftir annað án ástæðu, en þeir hafa ekki svarað mér. Ég var að hlusta á fréttirnar og það var eitthvað áhugavert í fréttum og allt í einu fraus netið og ég þurfti að fara inn á mbl.is til að lesa restina af fréttinni. Þetta er að gerast nokkrum sinnum á dag.“

Hún veltir því fyrir sér hvað veldur þessu. Ekki er hægt að afsaka þetta með því að RÚV sé fjársvelt í samanburði við Bylgjuna, nú eða Útvarp Sögu. „Það fór að læðast að mér grunur. Getur virkilega verið að yfirmaður tæknimála hjá RÚV sé á mála hjá samkeppnisaðilanum? Þegar ég hlusta á Bylgjuna er hún venjulega án þessara vandamála og eins K100. Ég get því miður ekki sagt til um ástandið á netútsendingu Útvarps Sögu, en það hljóta einhverjir aðdáendur þeirrar stöðvar að geta sagt til um netútsendingu þeirra. Sömuleiðis veit ég ekki um Lindina, en ég stend mig að því oftar og oftar að skipta yfir á Bylgjuna til að losna við þessar truflanir. Reyndar er Gullbylgjan ein af mínum uppáhaldsstöðvum og þar eru sjaldnast neinar truflanir. Hvað sjónvarp snertir, viðurkenni ég alveg að RÚV stendur sig mun betur en Norður-Kórea,“ skrifar Anna.

Hún segist vilja taka þetta upp á næsta fundi Útvarpsráðs. „Þekki ég ekki einhverja í Útvarpsráði sem getur tekið þetta upp á næsta fundi og í versta falli gefið netstjóranum áminningu ef hann bætir sig ekki í starfi? Ég veit að einhverjir vilja benda á einhverjar flóknar leiðir til að ná þessu ótrufluðu og þakka kærlega fyrir þau góðu ráð, en það breytir ekki því að RÚV vill bjóða upp á beina netútsendingu í gegnum venjulegar tölvur, en gerir það ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -