Föstudagur 20. maí, 2022
10.8 C
Reykjavik

Gísli Marteinn: „Þessi dagur verður stór­kost­legur, ég hlakka mjög mikið til“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Alls staðar þar sem Gísli Marteinn fer fylgir for­vitni. Hvaðan kemur þessi mikli á­hugi á sam­fé­laginu og þessi for­vitni?

„Varðandi borgar­málin þá kom á­huginn á Reykja­vík sjálfri alltaf á undan stjórn­málunum. Ég hef aldrei haft neinn einasta á­huga á að vera á Al­þingi en hef haft brennandi á­huga á borgum mjög lengi. Það gerist ekki af því að ég hafi mikinn á­huga á reið­hjólum eða strætó, heldur þvert á móti þá heillaðist ég svo rosa­lega af risa­vöxnum fimm hæða mis­lægum gatna­mótum í Banda­ríkjunum þegar ég var þar með for­eldrum mínum tólf ára,“ segir Gísli í í helgarblaði Fréttablaðsins og bætir við: „Ég vildi fá mis­læg gatna­mót á Miklu­braut og Kringlu­mýrar­braut.“

Hann viður­kennir einnig að há­hýsi hafi líka heillað hann og geri í raun enn, þar sem þau eigi heima. Hann spilaði SimCity og naut þess að byggja þar upp borgir og sjá upp­bygginguna birtast fyrir augum sér. Hann áttaði sig þó smám saman á því að fleiri hliðar voru á flóknum málum en hann hafði tekið með í reikninginn.

Lýsir Eurovision og vakir til morgun til að sjá atkvæðin í borgarstjórakosningum

„Þessi dagur verður stór­kost­legur, ég hlakka mjög mikið til,“ segir Gísli Marteinn Baldurs­son, sjón­varps­maður og borgaraktív­isti, sem lýsir Euro­vision í kvöld og vakir svo í kjöl­farið til morguns í Tórínó til að sjá hvar at­kvæðin í borgar­stjórnar­kosningunum lenda.

Gísli var sjálfur borgar­full­trúi í ára­tug. Hann menntaði sig í borgar­fræðum í Edin­borg og Harvard, var ár á báðum stöðum, og ást­ríða hans fyrir Reykja­vík hefur varla farið fram hjá neinum.

- Auglýsing -

Viðtalið í heild sinni má lesa á Fréttablaðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -