Sunnudagur 4. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Gísli Marteinn ver Eddu Falak: „Búin að vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gustað hefur um Eddu Falak síðan Frosti Logason sakaði hana um lygar í hlaðvarpsþætti sínum Harmageddon á dögunum og hefur sitt sýnst hverjum. Fjölmargir þjóðþekktir einstaklinga hafa tekið upp hanskann fyrir Eddu en þar á meðal er sjónvarpsmaðurinn síkáti, Gísli Marteinn Baldursson.

Sjá einnig: Frosti Logason sakar Eddu Falak um lygar: „Hún hefur aldrei unnið í stórum fjárfestingabanka“

Gísli Marteinn, sem Frosti hefur sagt vera í samstarfi með Öfgum í þætti sínum Vikan með Gísla Marteini, skrifaði færslu á Twitter í dag þar sem hann ver Eddu Falak. Segir hann að hún sem og aðrar konur „sem ógna feðraveldinu fá margfalt meira hatur en við karlarnir.“ Þá segir hann að nú sé mál að linni, „áfram gakk.“

Sjá einnig: Frosti segir Gísla Martein í samstarfi með Öfgum: „Ætlar ekki að lenda undir þessari rútu sjálfur“

Færsluna má lesa hér:

„Edda Falak er undanfarin ár búin að vera hugrakkasti aktívistinn gegn kynbundnu ofbeldi og ein öflugasta rannsóknarblaðakona landsins. Hún og aðrar konur sem ógna feðraveldinu fá margfalt meira hatur en við karlarnir. Heimildin og Edda búin að svara árásum og áfram gakk.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -