Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Gleraugnasali hugðist lækna krabbamein: „Þau taka blóð úr fólki og sprauta því inn aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gleraugnasali sem sprautar fólk gegn krabbameini,“ var fyrirsögn viðtals sem birtist í DV í ágúst árið 2006. Rætt var við dóttur krabbameinssjúklings sem látist hafði eftir að hafa eytt tæpum 200 þúsund krónum í svokallaða ósónmeðferð gleraugnasalans en hann hugðist geta læknað konuna sem greind hafði verið með ólæknandi krabbamein í lífhimnu.

„Þau taka blóð úr fólki, setja í það efnið óson og sprauta því inn aftur,“ sagði dóttirin í viðtalinu.

Hún segir bræður sína hafa reglulega keyrt fársjúkri móður þeirra til gleraugnasalans í Hafnarfirði þar sem hann hafi sprautað móðurina með ósóni. „Þetta var allt saman gert inni í herbergi í gleraugnabúðinni. Þar var hann með sótthreinsaðar græjur. Ég spurði bróður minn hvort þetta væri ekki óhugnanlegt. Hann svaraði að sprauturnar væru ekki óhugnanlegar en sýnatakan væri hins vegar frekar óþægileg ásýndar,“ sagði dóttirin. Gleraugnasalinn er sagður hafa krafist þess að viðskiptavinir sínir skrifi undir þagnareið.

Læknirin neitaði allri sök en sagðist þó hafa tröllatrú á lækningamætti ósónmeðferðar, hann framkvæmi þær þó ekki sjálfur heldur taki sýni fyrir sjúklinga hérlendis og sendi til borgarinnar Tijuana í Mexíkó. „Við framkvæmum þetta ekki hér heldur tökum sýni og sendum út. Fólk metur svo sjálft hvað það gerir. Það hafa nokkrir fslendingar hafa farið út og fengið óson,“ sagði eiginkona gleraugnasalans í samtali við DV á sínum tíma. Hjónin sögðust sjálf hafa farið í fyrrnefnda meðferð og fengið að heyra ótrúlegustu reynslusögur sjúklinga þarlendis sem sleppa við hefðbundna lyfjagjöf með því að fara reglulega í ósonmeðferð.

Verslun í eigu gleraugnasalans lokaði árið 2016.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -