Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Glúmur ætlar ekki að taka þátt í þessu bulli: „Síðan hvenær má fólk ekki lifa eðlilegu lífi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég er alveg hættur að skilja íslenskt samfélag. Síðan hvenær má fólk ekki lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu á meðan grunur leikur á?“

Þetta segir Glúmur Baldvinsson, oddviti Frjálslynda lýðræðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum, á Facebook-síðu sinni.

Þar gerir hann viðtal RÚV við Arnar Svein Geirsson, forseta leikmannasamtaka Íslands, að umtalsefni en í viðtalinu sagði hann það mjög óeðlilegt að Eggert Gunnþór Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður FH, hafi verið í byrjunarliðinu í fyrsta leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni í fyrrakvöld.

Eins og komið hefur fram hefur Eggert sætt rannsókn vegna meints kynferðisafbrots árið 2010. Eggert hefur staðfastlega neitað sök en málið var sent frá ákærusviði lögreglu til hérðassaksóknara fyrir skemmstu. Sú ákvörðun að láta Eggert spila umræddan leik hefur verið gagnrýnd víða og sagði Arnar Sveinn í umræddu viðtali:

„Ef leikmaður er undir opinni lögreglurannsókn eða rannsókn hjá yfirvaldinu um einhvers konar ofbeldisbrot þá þykir okkur það sjálfsögð og eðlileg krafa að leikmaður sé ekki að spila á meðan að staðan er þannig.“

Glúmur er ekki sáttur við þessa nálgun og spyr á Facebook-síðu sinni hvort ekki þurfi að sanna sekt lengur áður en fólkið er refsað.

- Auglýsing -

„Ætlum við öll að taka þátt í að dæma bræður og systur fyrirfram? Ætlum við öll að taka þátt í þessum múgæsingi og meðvirkni? Viljum við sem samfélag Njáls og nornabrennur eða viljum við endurheimta réttarríkið og siðmenntað samfélag? Ætlum við öll að skunda sem fjölskylda með barnabörnin á Þingvelli til að skemmta okkur með ís með dýfu yfir aftökum sautjánda júní?,“ spyr Glúmur. Hann endar færslu sína á þessum orðum:

„Sjálfur ætla ég ekki að taka þátt í þessu bulli og setjast í dómarasætið.

Ef að þjóðinni sem heild finnst svona í lagi þá er hún huglaus þjóð.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -