Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Glúmur kveður Hrafn hinsta sinni: „Hann brilleraði í ástríðu sinni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Glúmur Baldvinsson minnist vinar síns Hrafns Jökulssonar með fallegum og hlýjum orðum.

Segir:

„Hrafn Jökulsson var líklega einn greindasti maður sem ég hef kynnst um ævina. Við lékum okkur saman í innviðum og á stillönsum steypu sem nú kallast Þjóðarbókhlaðan.“

Glúmur segir að greind Hrafns hafi verið mikil,mjög mikil:

„Kannski var hann of greindur því ég ellefu ára hafði aldrei heyrt annað eins íslenskt tungutak frá jafnaldra. Í fyrsta sinn sem ég fann til minnimáttar. Svo klár var hann og heiðskýr.

Hann brilleraði þegar hann var frjáls frá djöflinum sem blundar í okkur flestum.

- Auglýsing -

Hann brilleraði í ástríðu sinni, enda er ástríðan það eina sem knýr það besta og versta í okkar stuttu tilvist.

Hann var besti ritstjóri Alþýðublaðsins fyrr og síðar, ásamt kannski þremur öðrum, en var þeim þó miklu yngri.

Hann kom einn og sér Alþýðuflokksmanni á þing á Suðurlandi af öllum lendum þar sem kratar eiga aldrei von. Sökum ritsnilldar og mælsku.

- Auglýsing -

Ég viðurkenni að ég öfundaði yfirburði Hrafns sem svo þrátt fyrir mótlæti andskotanna sem fella gæfu manna ritaði ljóð sem lifir. Og það ljóð heitir: Þar sem vegurinn endar.“

Falleg kveðjuorð frá vini til vinar – frá Glúmi til Hrafns – sem nú er fallinn frá, en mun lengi lifa í minningu allra sem kynntust honum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -