Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Glúmur líkir átökum verkalýðshreyfingarinnar við Sturlungaöld: „Guð hjálpi verkafólki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Glúmur Baldvinsson hefur áhyggjur af verkafólki landsins vegna deilna verkalýðsforystunnar undanfarið.

Í nýlegri færslu á Facebook líkir Glúmur átökunum innan verkalýðshreyfingarinnar við Sturlungaöld:

„Ég hef engar skoðanir á ágæti persóna og leikenda í þessu borgarastríði innan verkalýðshreyfingarinnar. Þekki ekki þetta fólk. Það sem veldur mér þó óhug er hversu vanstillt á geði allt þetta lið er og óhemju kjaftfort. Þar vega menn og höggva hver annan hægri og vinstri einsog á miðri Sturlungaöld. Tíðkast nú hin breiðari spjótin. Minnir mig á stuttan tíma minn í sandkassanum í Laufásborg þriggja ára.

Guð hjálpi verkafólki á hvorn veginn sem þetta fer: Sannast þá hið fornkveðna að sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -