2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Gögn sýna svart á hvítu að yfirvöld vissu af ástandinu

Á æskuheimili Ernu Marínar Baldursdóttur var mikið um drykkju og ofbeldi. Sjálf var hún misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum og stjúpsystur. Gögn sem hún hefur undir höndum sýna svart á hvítu að yfirvöldum var kunnugt um ástandið en aðhöfðust lítið. Þá segir Erna fagaðila ítrekað hafa brugðist sér þegar hún hefur viljað tala um ofbeldið sem hún var beitt af hendi konu.

Erna Marín segir sögu sína í viðtali við Mannlíf sem kemur út á morgun.

Að sögn Ernu lá vitneskja fyrir um kynferðisofbeldið innan fjölskyldunnar. Stjúpinn hafði gert tilraun til að nauðga eldri systur hennar þegar Erna var fimm ára og systirin ellefu ára. Vinkona systurinnar var í heimsókn og sagði frá. Atvikið var tilkynnt til lögreglu en málið dagaði uppi. Erna veit ekki hvers vegna. Hún segir að líklega hafi mamma hennar átt hlut að máli; hún vissi hvað var í gangi, segir Erna.

„Hún bara vill ekki vita af þessu. Ekki þá og ekki í dag. Hún bara afneitar veruleikanum,“ segir Erna þegar hún er spurð út í móður sína.

AUGLÝSING


Lestu viðtalið við Ernu í heild sinni í Mannlífi sem kemur út á morgun.

Myndir / Unnur Magna
Förðun  / Emilíanna Valdimarsdóttir, förðunarfræðingur fyrir Urban Decay á Íslandi

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum