Föstudagur 31. mars, 2023
8.8 C
Reykjavik

Gosið er tíu sinnum stærra en í fyrra – Vísindamenn óttast eiturgufur

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Það stefnir í að gosið sem hófst í dag verði fimm til tíu sinnum öflugra en gosið í fyrra. Þetta sagði  Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í beinni útsendingu á RÚV rétt í þessu.

Allar horfur eru á því að þetta verði ekki gos sem fjölskyldur skoði á sunnudagseftirmiðdögum, ólíkt gosinu í fyrra.  Hann sagði ekki auðvelt að spá fyrir um hvað gerðist næst. Nú rennur hraun niður í Meradal og gera menn ráð fyrir því að það breytist ekki, nema gosið verið lífseigt.

Gosið getur raskað lífi fólks á Suðurnesjum því að sögn sérfræðinga þá er gasmagnið talsvert meira en í fyrra. Við núverandi aðstæður, í dæld, sé það þekkt að hættulegt gas geti safnast fyrir. Veðurkonan Elín Björk Jónasdóttir varði við mögulegum eiturgufum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -