Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

Gosinu ekki endilega lokið segir Magnús: „Hraunið er sumstaðar svo gríðarlega úfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Tumi Guðmunds­son, jarðeðlis­fræðing­ur, er ekki tilbúinn til að segja að eldgosinu á Reykjanesi sé lokið.

Þó að sumir vilji segja að eldgosinu við Litla-Hrút sé lokið vill Magnús Tumi ekki taka undir það, að minnsta kosti ekki strax.

„Meg­in­at­riðið þegar við horf­um á eld­virkni á Reykja­nesskaga þá koma upp tíma­bil með frek­ar tíðum en ekki mjög stór­um gos­um. Svo koma löng tíma­bil með eng­um gos­um. Sem dæmi kom um Kristni­töku­hraunið í kring­um árið 1000 og svo gerðist ekk­ert fram til 1150, það er 150 ára hlé,“ sagði Magnús Tumi í viðtali við mbl.is um málið og ef að eldsumbrot myndu hefjast aftur þá væri þetta ennþá sama gosið

„Við sáum það í gos­inu 2021, tveim­ur vik­um eft­ir að gos­inu lauk, þá rann kvika frá Geld­inga­döl­um og niður brekk­una, niður í Nátt­haga í um tvær vik­ur, á milli staða í hraun­inu. Það var ekki eig­in­legt eld­gos held­ur til­færsla. Svo er líka hitt að hraunið er sumstaðar svo gríðarlega úfið, þannig að þar er auðvelt að detta og meiða sig,“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -