Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Gríðarleg fjölgun í tilkynningum um kynferðisofbeldi gegn börnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrsta árskýrsla Barnaverndar Reykjavíkur er komin út og birt á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni kemur fram að tilkynningum um kynferðisofbeldi gegn börnum fjölgaði verulega á milli áranna 2020 og 2021 eða um 50 prósent. Árið 2020 voru tilkynningar 142 talsins en 213 á árinu 2021.

Talið er að þessi fjölgun tilkynninga stafi af aukinni vitundarvakningu og umræðu í samfélaginu.

Í skýrslunni stendur: „Í þeim flokki eru tilkynningar um kynferðisofbeldi sem fækkaði um 14% milli áranna 2019 (165) og 2020 (142) en fjölgaði um 50% milli áranna 2020 og 2021 (213). Í þeim flokki eru einnig tilkynningar um heimilisofbeldi sem fækkaði milli áranna 2020 (313) og 2021 (245) eftir að hafa fjölgað verulega milli 2019 (250) og 2020. Skýrist það væntanlega fyrst og fremst af þeim samfélagsbreytingum sem urðu árið 2020 með stífum reglum um einangrun og sóttkví og skerðingu á skólastarfi, sem að einhverju leyti gekk til baka eða var í meira jafnvægi árið 2021.“

Fyrsta ársskýrsla Barnaverndar

Í ávarpi Katrínar Helgu Hallgrímsdóttur, framkvæmdastjóra Barnavendar Reykjavíkur segir: „Barnavernd Reykjavíkur gefur nú í fyrsta sinn út ársskýrslu. Meginmarkmið skýrslunnar er að varpa ljósi á það mikilvæga starf sem fram fer hjá Barnavernd Reykjavíkur. Einnig teljum við mikilvægt að vekja athygli á þeim áskorunum sem Barnavernd Reykjavíkur, og barnaverndarstarf í landinu almennt, stendur frammi fyrir.“

Lesa má skýrsluna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -