- Auglýsing -
„Það eru margra kílómetra raðir,“ sagði ökumaður sem staddur er í Hafnafirði í samtali við Mannlíf rétt í þessu. Eldur kviknað í jeppa sem ók eftir Reykjanesbraut á móts við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan átta í morgun. Mikil umferðarteppa er á svæðinu en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu slasaðist enginn.

Búið er að slökkva eldinn og eru slökkviliðsmenn á vettvangi. Beðið er eftir því að hægt verði að fjarlægja jeppann með dráttarbifreið. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kom upp að svo stöddu. Fréttin verður uppfærð.