Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

„Gríðarlegur“ ávinningur 47 milljarða króna jarðganga: „Styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrirhugaður kostnaður að Fjarðarheiðargöngum er 47 milljarðar króna. Innviðarráðherra boðar frumvarp þess efnis að gjaldtaka verði tekin upp í öllum jarðgöngum landsins sem standa eigi undir framkvæmdakostnaði Fjarðarheiðarganga og annarra framtíðar jarðganga.

Í samtali í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2, þann 12. júlí síðastliðinn, nefnir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra að samfélagslegur ávinningur ganganna sé gríðarlegur. Mannlíf hafði samband við innviðaráðuneyti til að fá nánari útlistingu á hver sá ávinningur væri.

Rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar

Í svari frá ráðuneytinu segir: „Tilgangurinn með jarðgöngum undir Fjarðarheiði er að gera samgöngur á Austurlandi áreiðanlegar og öruggari og rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Göngin munu hafa gríðarlega jákvæð áhrif á samfélagið á svæðinu. Þau munu hvort tveggja styrkja byggð og atvinnulíf á Seyðisfirði og Austurlandi og efla framtíðarmöguleika svæðisins sem eins atvinnu- og þjónustusvæðis.“

Fjallvegur fullnægir ekki kröfum

„Um Fjarðarheiði liggur nú hæsti fjallvegur á Íslandi til þéttbýlisstaðar þar sem aðeins er um eina vegtengingu að ræða, og er eftir því snjóþungur. Vegna snjóþyngsla og veðuraðstæðna yfir veturinn fullnægir vegurinn alls ekki kröfum sem gera þarf til vegar sem tengir saman nálæg byggðarlög. Einnig eru brattar brekkur beggja vegna heiðarinnar sem eru oft verulegur farartálmi fyrir flutningabíla og fólksbíla.“

- Auglýsing -

Efla ferðaþjónustu

„Á Egilsstöðum er miðstöð verslunar og þjónustu, miðstöð áætlunarflugs á Austurlandi og þar eru ýmsar opinberar stofnanir, skólar og fyrirtæki. Þessa þjónustu sækja Seyðfirðingar allt árið um kring eins og aðrir Austfirðingar. Sérstakur ávinningur felst í að auðvelda ferðir fólksbíla og flutningabíla þeirra sem koma með Norrænu og efla þannig ferðaþjónustu og flutningaleiðir.“

Aukið umferðaöryggi

- Auglýsing -

„Að loknum framkvæmdum verður mögulegt að halda veginum á milli Héraðs og Seyðisfjarðar opnum allan ársins hring. Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda, tryggja greiðari samgöngur og bæta vegasamband, bæta sambúð vegar og umferðar við íbúa og umhverfi.“

Hringtenging Seyðis- Mjóa- og Norðfjarðar

„Einnig er áformað að vinna að undirbúningi á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan frá Mjóafirði til Norðfjarðar og þannig verði komið á hringtengingu á svæðinu. Slík hringtenging mun hafa í för með sér enn frekari ávinning fyrir allt Austurland. Mið-Austurland styrkist sem atvinnusvæði og hringtenging eykur samstarf milli svæða í ýmsum samfélagsmálum og í ferðaþjónustu. Framkvæmdir af þessu tagi auðvelda líka samstarf í sameinuðum sveitarfélögum eða styðja við frekari sameiningu.“

Hér má skoða skýrslu áhrif ganganna frá júní 2019.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -