Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Grindavík í spennufalli eftir skjálftahrinuna: „Eins og það væri einhver ill öfl inni í íbúðinni“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Íbúi í Grindavík segir ákveðið spennufall í bænum eftir að jarðskjálftunum lauk og gosið hófst.

Svanur Már Snorrason blaðamaður býr í Grindavík sem mætt hefur gríðarlega á undanfarnar tvær vikur sökum jarðskjálftahrinu sem lauk í dag með eldgosi í Merardal. Segist Svanur greina ákveðið spennufall í bænum í dag. „Maður heyrir það alveg á fólki að það sé mjög fegið að það sé búið að gjósa á þessu svæði. Fólk er bara orðið svo langþreytt, tvær vikur, það er helvíti mikið. Maður er að vakna á næturnar og hlutir að detta. Ég heyri að það sé ákveðinn léttir þó fólk fari varlega hvað það segir því við vitum svo lítið um þetta.“

Aðspurður hvort skjálftarnir séu ekki alveg hættir á svæðinu, játar Svanur því: „Jú, alveg. Það er svo mikil rólegheit yfir öllu að það er bara furðurlegt. Þetta er meira eins og sunnudagur eftir Þjóðhátíð,“ sagði Svanur og hló.

Eins og ill öfl væru í íbúðinni

Svanur segist mjög feginn að skjálftahrinan sé búin enda hafi hann vart upplifað annað eins og stærstu skjálftana. „Ég skeit í alvörunni næstum því á mig á sunnudagskvöldið, þegar stóri skjálftinn kom. Það var bara eins og það væri einhver ill öfl inni í íbúðinni, alveg djöfullegt sko. Ég fékk svona tilfinningu eins og það væri kominn dómsdagur. Þetta var svo mikið og þetta var svo mikill kraftur. Ég horfði bara á sjónvarpið og allt á hreyfingu og svo öskraði ég bara. Kettirnir hlupu í felur. Og svo kom sirka 200 ótrúlega þreytandi eftirskjálftar. Það fóru fullt af hlutum úr hillunum en ekkert tjón samt. En ég held að ef þetta hefði verið aðeins lengri skjálfti, þá hefðu myndast sprungur í veggina. Þetta rétt slapp. Þetta er rosalega furðurlegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -