Gucci biðst afsökunar á „blackface“-peysu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Nýrri peysu frá Gucci var kippt úr sölu þegar netverjar bentu á að hún minnti óneitanlega á „blackface“-gervi.

 

Tískuhús Gucci hefur sent frá sér aföskunarbeiðni vegna umdeildrar peysu sem tekin var út sölu nýlega. Peysan þykir minna mikið á „blackface“-gervi sem er tengt sögu kynþáttafordóma.

Þegar peysan var sett á markað olli hún miklu fjaðrafoki, ekki síst á samfélagsmiðlum. Þegar í ljós kom að peysan fór fyrir brjóstið á mörgum var henni kippt úr sölu. Peysan kostaði í kringum 100.000 krónur. Í afsökunarbeiðninni kom fram að teymi Gucci ætlar að læra af þessum mistökum.

Peysa Gucci er ekki eina „blackface“-hneykslið sem hefur komið upp í tískuheiminum undanfarið. Nýlega neyddist tískuhús Prada til dæmis til að taka varning úr sölu þar sem hann minnti á „blackface“-gervi.

Þetta töskuskraut frá Prada sló ekki í gegn.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Íslendingar á forsíðu ELLE

Íslenska fyrirsætan Liv Benediktsdóttir prýðir forsíðu ELLE í Þýskalandi en Kári Sverrisson ljósmyndari tók myndina.Sigrún Ásta Jörgensen...