Fimmtudagur 25. apríl, 2024
10.1 C
Reykjavik

Guðbrandur lögga afar áhyggjufullur vegna hættunnar: „Maður er í rauninni bara á nálum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert skipulagt eftirlit hefur hingað til verið með rafmagnshlaupahjólum sem hefur verið breytt þannig að þau komist yfir leyfilegan hámarkshraða, á göngu- og hjólastígum. Leyfilegur hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetra hraði á klukkustund.

Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, vakti athygli á mikilvægi þess að lögregla fái einföld úrræði til að bregðast við hættunni sem skapist af þessum rafhlaupahjólum.

Guðbrandur sagði lögreglu hafa miklar áhyggjur af þessum breyttu hjólum, sérstaklega nú í skammdeginu, „þar sem svart malbikið, og jafnvel blautt, virðist gleypa umhverfið.

„Þegar við fáum þessi alvarlegu slys undanfarið, þá er maður í rauninni bara á nálum með að dagurinn sleppi slysalaust, eða slysalítið.“

Eins og áður sagði er leyfilegur hámarkshraði flestra rafmagnshlaupahjóla í almannaeigu 25 kílómetar á klukkustund. Það virðist hinsvegar vera vinsælt að breyta þessum ökutækjum þannig að þau komist jafnvel tvöfalt hraðar.

„Þegar það verða umferðarslys þá skoðum við þetta og málið er kannað – hvort það komist hraðar. Svo geta mál farið fyrir dóm mögulega og það er þá dómara að komast að því hvort það sé einhver refsing í slíkum málum eða ekki,“ segir Guðbrandur.

- Auglýsing -

„Hinsvegar er regluverkið óskýrt. Við höfum verið í samstarfi við ákærusviðið hjá okkur og ákærusviðið okkar líka við ríkissaksóknara og menn virðast vera sammála um að þarna þurfi betri skýrleika til að ná utan um þetta og lögregla fái þá einhver einföld úrræði til að fylgjast með og takast á við þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -