Föstudagur 13. september, 2024
6.8 C
Reykjavik

Guðlaugur Þór viðurkennir hraðakstur: „Við eigum auðvitað alltaf að passa okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra hefur nú viðurkennt að bílstjóri hans hafi keyrt yfir hámarkshraða á leið hans á sumarfund ríkisstjórnarinnar fyrir helgi.

RÚV segir frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra telji það miður að bíl sem hann var farþegi í, hafi verið ekið yfir hámarkshraða en ráðherrann var á leið á sumarfund ríkisstjórnarinnar á Sauðárkróki fyrir helgi. Birti hann sjálfur ljósmynd á Instagram-síðu sinni sem hann tók í bifreið sinni en þar sést að hraðamælirinn sýnir 110 kílómetra á klukkustund.

„Við eigum auðvitað alltaf að passa okkur. Það liggur alveg fyrir. Það var ekki gert í þessu tilfelli og það er mjög miður,“ segir hann í samtali við RÚV.

Mbl.is sagði frá málinu á dögunum, birti skjáskot af myndinni og greindi frá því að ef leyfilegur hámarkshraði var 90 kílómótrar á klukkustund, þar sem ráðherra var á ferð, myndi hraðasektin vera 50. þúsund krónur.

mbl.is

„Ég var ekki að keyra en ég sat í þessum bíl. En það er alltaf verkefni að sjá til þess að fara að hámarkshraða og við þekkjum það,“ segir Guðlaugur Þór.

Aðspurður hvort myndbirtingin hafi verið óheppileg, svaraði Guðlaugur:

- Auglýsing -

„Já, já. Það er enginn vafi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -