Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Segir fasteignasöluna fylgja lögum og reglum: „Hún vill hefna sín á okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég mun aldrei taka svona árás þegjandi, ég stend bara upp og segi þetta er bara rangt,“ sagði Guðmundur Andri Bergmann, framkvæmdastjóri Procura home, í samtali við Mannlíf í morgun. Árásin sem Guðmundur talar um er færsla sem meðlimur Facebook-hóps setti inn á dögunum. Þar sagði hún frá viðskiptum sínum við fasteignasöluna og varaði við viðskiptum við þau. Starfsmaður fasteignasölunnar svaraði færslunni í kommentakerfinu og sagði konuna fara með rangt mál en Mannlíf fjallaði um málið í gær. „Hér fer allt starf fram eitt hundrað og tíu prósent eftir lögum og reglum sem um þessa starfsemi gilda,“ sagði Guðmundur. Þá veltu margir því fyrir sér hvort um trúnaðarbrest hafi verið að ræða þegar starfsmaður fór yfir viðskiptasöguna í kommentakerfinu.
„Nei alls ekki. Allar upplýsingar sem þarna komu fram eru upplýsingar sem þú getur annaðhvort flett upp á netinu eða eru opinberar upplýsingar. Við upplýsum alltaf um tilboð í fasteignir, það er til hagsbóta bæði fyrir kaupendur og  seljendur og það er algjörlega heimilt samkvæmt lögunum,“ sagði Guðmundur og vísaði til greinar sem hann skrifaði í gærkvöldi og birtist á vef Vísis.

„Allt sem hún(starfsmaðurinn) segir er satt og rétt. Allt sem að sú kona sem kom þarna fram með þessa ásakanir á okkur, þetta var ekki gagnrýni hún bara sagði: „Þið eigið ekki að eiga viðskipti við Procura vegna þess að A,B,C“. Allt sem að hún segir er annaðhvort algjörlega ósatt eða algjörlega viðsnúið frá því sem að átti sér stað. Þannig að okkur finnst fráleitt hvernig svona framferði á svona hópum gagnvart fólki, einstaklingum og fyrirtækjum er orðið alveg galið. Það að einhver ein manneskja af fleiri hundruð ánægðum viðskiptavinum komi svona fram með rangar upplýsingar af því að hún er reið yfir því að ég neitaði að endurgreiða henni gjald sem er skýrt kveðið á um í þeim samningi sem að hún undirritaði og komi svo fram með upp diktaða sögu um viðskiptin sem hún átti við procura. Því hún vill hefna sín á okkur vegna þess að við vildum ekki endurgreiða henni þetta gjald. Þetta  eru bara viðskipti eins og hvað annað. Við erum búin að uppfylla okkar hluta af samningi. Allar fasteignasölur sem ég veit um hafa þetta gjald í sínum verkferlum.“

Aðspurður hvort hann hafi fundið fyrir neikvæðum viðbrögðum frá öðrum fasteignasölum í þeirra garð segir hann svo vera. „Já, við finnum fyrir því af því að við erum rugga bátnum. Við erum að bjóða þessa þjónustu með allt öðrum hætti en aðrir fasteignasalar. Við erum að fara miklu lengra í stafrænni þjónustu heldur en hinir og við erum að bjóða miklu betri þjónustu en hinir og við erum að bjóða hana á lægra verði.“ Guðmundur telur að neikvæð viðbrögð annarra fasteignasala megi rekja til samkeppni á markaði.
„Vegna þess að við erum að taka af þeim viðskipti, það er bara þess vegna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -