Miðvikudagur 22. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Guðmundur Gísli hættur við framboð – Sakaður um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkyns bæjarfulltrúum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Guðmundur Gísli Geirdal, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, dróg óvænt framboð sitt í prófkjör flokksins til baka. Segir hann ástæðuna vera persónulega.

Þegar Mannlíf spurði Guðmund út í ástæður þess að hann hafi nú dregið sig úr prófkjörinu vildi hann lítið segja. „Æ, ég ætla ekkert að tjá mig um það strax. Það er bara persónuleg ástæða fyrir því.“

Samkvæmt heimildum Mannlífs barst kvörtun frá kvenkyns bæjarfulltrúa annars flokks vegna atviks þar sem Guðmundur var sakaður um að hafa farið yfir strikið en nokkur vitni urðu að atvikinu. Þá hafa fleiri kvenkyns bæjarfulltrúar stigið fram og kvartað undan óviðeigandi hegðun Guðmundar.

Samkvæmt viðbragðsáætlun flokksins var málið skoðað hjá Sjálfstæðiflokknum og var ráðgjafastofan Attentus fengin til að rannsaka það. Niðurstaðan var sú að Guðmundur Gísli hefði gerst sekur um hegðun sem flokkast getur undir kynferðislega áreitni og ofbeldi.

Ekki náðist í Helga Magnússon, formann fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksin í Kópavogi við vinnslu fréttarinnar en hann ku vera erlendis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -