Fimmtudagur 25. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Guðmundur Hrafn fær Vorstjörnuna: „Ég er náttúrlega orðlaus, stoltur og sæll“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vorstjarnan, styrktarsjóður fyrir hagsmuna- og réttlætisbaráttu almennings, veitti í dag Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, formanni Samtaka leigjenda, Vorstjörnuna, viðurkenningu fyrir óeigingjarnt starf í þágu leigjenda.

Guðmundur Hrafn hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu og málflutning á þessu ári. Hann hefur víða farið og skilgreint stöðu þeirra á þann hátt að óréttlætið verður auðskilið öllum. Auk greinaskrifa og viðtala hefur Guðmundur Hrafn haldið úti þættinum Leigjandinn á Samstöðinni, þar sem hann fjallar um leigumarkaðinn og réttindi leigjenda og ræðir við leigjendur, sérfræðinga og baráttufólk hér heima og erlendis. Auk þessa hefur Guðmundur Hrafn endurreist Samtök leigjenda ásamt öðru stjórnarfólki og sjálfboðaliðum, staðið m.a. fyrir fundum og Degi leigjenda, útbúið reiknivél fyrir viðmiðunarverð húsleigu og safnað að félaginu á annað þúsund félagsmanna. Í haust munu samtökin standa fyrir norrænu leiguþingi á Íslandi ásamt leigjendasamtökum á Norðurlöndunum.

„Meginverkefni Vorstjörnunnar er að styrkja félög og samtök sem berjast fyrir hagsmunamálum almennings og þeirra hópa sem ekki standa sterkt fjárhagslega,“ segir Védís Guðjónsdóttir, formaður stjórnar Vorstjörnunnar. „En þótt skipulags starf almennings og samtakamáttur fjöldans sé lykilatriði baráttunnar þá vitum við líka að einstaklingarnir skipta máli, frumkvæði þeirra og seigla. Það er of lítið gert af því að heiðra fólk sem gefur tíma sinn, vit og dugnað til að reka réttlætisbaráttu alþýðunnar. Við viljum því veita Vorstjörnuna einstaklingum sem hafa haft áhrif á baráttuna á sama tíma og við viljum efla baráttuna með því að styrkja félög og samtök með fé.“

Védís segir að sé sannarlega við hæfi að veita Guðmundi Hrafni fyrstu Vorstjörnuna. „Málefni leigjenda hafa verið meira í deiglunni í ár en um langan langan tíma,“ segir hún. „Húsnæðismálin voru aðalmál kosningabaráttunnar fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor og það var ekki síst fyrir málflutning Leigjendasamtakanna og ekki síst Guðmundar Hrafns.“

Verðlaunagripinn Vorstjörnuna gerði listakonan Hulda Hákon. Vorstjarnan er gullin stjarna mótuð af spýtnarusli.

„Ég er náttúrlega orðlaus, stoltur og sæll,“ sagði Guðmundur Hrafn. „Mér verður hugsað til þeirra sem hafa drifið áfram baráttu leigjenda í gegnum tíðina en fengu kannski aldrei sérstakar þakkir fyrir. Samfélagið þakkaði Jóni frá Pálmholti til dæmis aldrei fyrir hans stórkostlega framlag og ekki heldur fólkinu sem stofnaði Samtök leigjenda eftir hrun og vann frábært starf; fólk eins og Ásta Hafberg, Jóhann Már Sigurbjörnsson og ekki síst Hólmsteinn Brekkan. Það er margt fólk sem kyndir elda baráttunnar, vinnur verk sín í hljóði og án launa og fær aldrei viðurkenningu fyrir. Ég tek við Vorstjörnunni fyrir hönd þessa fólks.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -