Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Maðurinn sem giftist dóttur eiginkonu sinnar og eignaðist með henni fimm börn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Einarsson frá Miðdal í Mosfellssveit (1895-1963) var íslenskur listamaður sem var allt í senn: teiknari, grafíklistamaður, málari, myndhöggvari, ljósmyndari, kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og fjallgöngumaður. Hann var oftast kallaður Guðmundur frá Miðdal og talinn einn af merkustu listamönnum Íslands. Seinni kona Guðmundar hét Lydíu Pálsdóttir og var hún dóttir fyrrverandi eiginkonu hans.

Guðmundur Einarsson frá Miðdal var tvígiftur. Árið 1926 fluttist hann frá Þýskalandi með Therese Zeitner, fyrirsætu og bóhem til Íslands. Therese fæddist árið 1888 og var þar af leiðandi sjö árum eldri en Guðmundur. Hún átti eina dóttur fyrir með efnafræðingnum Paul Sternberg í München árið 1911 en þau giftu sig aldrei. Þremur árum eftir komu hjónanna til Íslands fengu þau Lydíu dóttur Theresu til sín en hún var þá nýbúin að ljúka námi í leirmunagerð.

Árið 1929 urðu miklar breytingar í lífi Lydiu þegar hún flytur til móður sinnar og Guðmunds til hrjóstugrar eyju í norðri sem hún vissi lítið sem ekkert um. Lydía var ung stúlka þegar hún fluttist til Íslands til móður sinnar sem þá var gift Guðmundi frá Miðdal. Stuttu eftir komu sína til Íslands hófst ástarsamband þeirra Lydiu og Guðmundar.

Guðmundur, Lydía, Theresa, Auður, Egill og Ari Trausti í Lynghól, 1958.
Ljósmynd: Ludwig Steinauer

Guðmundur og Theresa skildu að lokum en hún bjó meira eða minna með Guðmundi, Lydiu og ömmubörnunum til dauðadags. Guðmundur og Lydia giftust síðar og áttu börnin; Yngva Örn, Auði Valdísi, Ara Trausta og Egil Má.

Lydía ötul og fær
Ástarsamband þeirra var umdeilt, en stóð til æviloka listamannsins, það hneykslaði marga.

Lydia var mjög mikilvæg persóna í lífi Guðmundar. Hún var ötul og fær leirkerasmíðameistari Listvinahússins, veiðimaður, ferðafélagi, fjalla- og

- Auglýsing -
Lydia situr við rennibekkinn. Hér sést vel hversu dökkur íslenski leirinn var.

jöklafari og við heimilishald á stóru og umsvifamiklu heimili ásamt Theresu móður sinni.

Árið 1932 eignuðust Guðmundur og Lydía fyrsta barnið sitt saman, Einar Steinólf, fáeinum vikum eftir að hann eignaðist Guðmund (Erró) með Soffíu Kristinsdóttur. Erró ólst ekki upp hjá Guðmundi heldur með móður sinni sem fluttist til Kirkjubæjarklausturs og giftist þar.

Guðmundur var menntaður í myndlist hér heima (1911–13 hjá Stefáni Eiríkssyni og 1916 hjá Ríkarði Jónssyni og Þórarni B. Þorlákssyni), í Kaupmannahöfn (1919–20) og loks í München (1920–25).

- Auglýsing -

Viðhorf hans byggðust meðal annars á klassíkri myndlist, rómantík, virðingu fyrir þjóðlegum gildum, áhuga á framandi þjóðum, andlegum hefðum og hlutbundnum verkum en ekki abstrakt list þó svo að hann hafi hneigst í þá átt á síðari árum.

Viðhorfin þóttu umdeild og málafylgni hans öflug; sérstaklega eftir að módernisminn vann á hérlendis upp úr síðari heimsstyrjöld.

Guðmundur var umdeildur meðan hans naut við. Um skeið var hans sjaldan minnst á

Hópur starfsfólks í verkstæðinu Funa

fræðilegum vettvangi en undanfarinn ár hefur áhugi á verkum hans, fjölhæfni og afstöðu vaxið.

Eftir Guðmund liggja þúsundir verka; olíumálverk, skúlptúrar, glerlistarverk, vatnslitamyndir, grafík og keramik (í þeim greinum var hann brautryðjandi), teikningar, húsgögn sem hann hannaði, ásamt skartgripum, kopar- og silfurmunum, görðum, stökum húsum og veggskreytingum. Enn fremur liggja eftir hann bækur, ljósmyndir og kvikmyndir.

Guðmundur var einn frumherja fjallamennsku á Íslandi, landkönnuður, ötull náttúruverndarmaður, skógræktarmaður, ferðalangur og ferðafrömuður, auk þess að vera meðal slyngari veiðimanna landsins.

Heimild.

Guðmundur frá Miðdal. 2021, 02. nóvember.  Slóðin er: https://www.mithdalur.com/hver-var-hann

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -