Föstudagur 19. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Guðni skaut drykkjufélaga sinn til bana – Kona hans hringdi stuttu síðar í lögregluna

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þeir Stefán Egilsson og Guðni Óskarsson sátu við drykkju eitt laugardagskvöld heima hjá Guðna á Höfn í Hornafirði. Snemma morguninn eftir sinnaðist mönnunum og henti Guðni Stefáni út. Stuttu síðar hlóð Guðni haglabyssu sína og skaut í átt að Stefáni. Annað skotið hæfði hann í brjóstið og er talið að Stefán hafi látist samstundis. Árið var 1973.

Morgunblaðið sagði svo frá morðinu á Stefáni Egilssyni þann 30. janúar 1973:

Höfn í Hornafirði: 33 ára maður skotinn til bana 41 árs drykkjufélagi hans skaut hann með haglabyssu, eftir að þeim hafði sinnazt

33 ÁRA gamall maður, Stefán Egilsson, til heimilis að Volaseli í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu, var skotinn til bana á Höfn í Hornafirði um kl. 07 á sunnudagsmorguninn. Gerðist þetta í húsinu nr. 23 við Miðtún, á heimili þess manns, er verknaðinn framdi, Guðna Óskarssonar. Höfðu mennirnir setið þar að drykkju alla nóttina, en sinnazt um morguninn, með þessum afleiðingum. Guðni var síðdegis á sunnudag fluttur í flugvél frá Hornafirði til Reykjavíkur og situr hann nú í gæzluvarðhaldi í Hegningarhúsinu í Reykjavík. Hefur hann verið úrskurðaður í allt að 90 daga gæzluvarðhald á meðan rannsókn málsins fer fram, og gert að sæta geðrannsókn. Var hann yfirheyrður í fyrradag og í gær og hefur játað á sig verknaðinn. Segist hann hafa verið mikið drukkinn, er þetta gerðist. — Sýslumaðurinn í Skaftafellssýslum, Einar Oddsson, stjórnar rannsókn málsins.

Stefán Egilsson var aðeins 33 ára að aldri er hann lést

Mennirnir tveir þekktust vel og höfðu setið að drykkju alla aðfararnótt sunnudags á heimili Guðna. Er á leið urðu þeir ósáttir, svo að til átaka kom á milli þeirra, og segist Guðni hafa hent gesti sínum út. Að því búnu tók hann haglabyssu nr. 12, sem hann átti, hlóð hana og skaut tveimur skotum úr henni, að því er hann sjálfur segir. Virðist annað skotið hafa hæft Stefán í brjóstið svo að hann hlaut bana af. Er talið að hann hafi iátizt samstundis. Kona skotmannsins hringdi þegar á lögregluna og sagði frá hvað gerzt hefði. Kom Guðni síðan sjáifiur í símann og sagðist hafa skotið mann til bana. Lögreglan kom strax á staðinn og handtók hann og hafði í gæzlu, þar til hann var fluttur flugleiðis til Reykjavíkur síðdegis samia dag. — Einar sýslumaður, fer í dag austur til Hornafjarðar til að halda áfram rannsókn málsins. Stefán Egilsson var einhleypur. Hann hafði starfað að bifreiðaviðgerðum. Guðni Óskarsson er 41 árs fjölskyidumaður, bifreiðastjóri að atvinnu.

Guðni var fundinn sekur um morðið í nóvember sama ár en hann viðurkenndi alltaf brotið. Hlaut hann níu ára dóm fyrir glæpinn. Morgunblaðið fjallaði um dóminn í blaði sínu:

Dæmdur í níu ára fangelsi fyrir morð

Í GÆR var kveðinn upp í Sakadómi Skaftafellssýslu dómur í máli Guðna Óskarssonar bifreiðastjóri, Miðtúni 23, Höfn, Hornafirði, en hann hafði verið ákærður fyrir að hafa myrt Stefán Egilsson frá Volaseli í Lóni á heimili sínu á Hornafirði að morgni sunnudagsins 28. jan sl. Var Guðni dæmdur í níu ára fangelsi og til greiðslu alls sakarkostnaðar, þ.á.m. 90 þús. kr. málsvarnarlauna til Jónasar A. Aðalsteinssonar hrl., og 90 þús. kr. málssóknarkostnaðar til ríkissjóðs. Gæzluvarðhaldsvist Guðna frá 28. jan sl. kemur til frádráttar fangelsuninni. Guðni var dæmdur skv. 211. grein hegningarlaga. sem svo hljóðar: Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt. Dóminn kvað upp Einar Oddsson, sýslumaður. Við rannsókn málsins á sínum tíma játaði Guðni á sig verknaðinn. Þeir Stefán höfðu þekkzt vel og sátu heima hjá Guðna að drykkju aðfararnótt sunnudagsins. Er á leið urðu þeir ósáttir. svo að til átaka kom á milli þeirra, og kvaðst Guðni hafa hent gesti sínum út. Að því búnu tók hann haglabyssu, sem hann átti, hlóð hana og skaut tveimur skotum á eftir Stefáni. Beið Stefán samstundis bana af, er annað skotið hæfði hann. — Var Guðni handtekinn á heimili sínu skömmu síðar, án mótþróa og hefur hann setið í gæzluvarðhaldi síðan. Hann er rúmlega fertugur, fjölskyldumaður. Stefán Egilsson var 33 ára að aldri, einhleypur. Hann hafði starfað við bifreiðaviðgerðir.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -