Bandaríski fréttaskýringaþátturinn 60 Minutes birti myndbrot um júróvisíon æðið á Íslandi. Tökulið og fréttamaður komu til Íslands í mars frá þessum stærsta fréttaskýringaþætti í heimi til Íslands.
Þar fylgdust þau með Söngvakeppninni af athygli.
„Eurovision er ferðasirkus með risatjaldi og þú verður að sjá þetta til að trúa þessu,“ útskýrir fréttamaðurinn fyrir bandarískum áhorfendum. Þá má sjá brot úr viðtali við Rúnar Frey Gíslason, framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar, sem svarar því játandi að Eurovision láti Íslendingum líða eins og þeir séu hluti af Evrópu.
Meðal viðmælanda var Guðni Th. Johannesson, forseti Íslands. Í þættinum má sjá forsetann bresta í söng. Hægt er að sjá brot úr þættinum hér að neðan.
Í viðtalinu er Guðni beðinn um að útskýra hvaða merkingu júróvísíon hafi fyrir Íslendinga. „Við erum lítil þjóð,“ svarar Guðni og segir Íslendinga vilji finna það að þeir geti keppt við stærri þjóðir á alþjóðasviðinu.
Samskiptastjóri júróvisíon, Dave Goodman segir að: „leyndarmálið á bakvið keppnina sé að ná tengingu við áhorfendur. Lag eins og íslenska lagið í ár gæti til dæmis gert það gott vegna þess að það býr yfir þessari tengingu.“
“I think that the secret of Eurovision is creating a connection,” Eurovision’s Dave Goodman says on the song contest. “A song like Iceland’s can do well because it connects.” https://t.co/ss3kRM8R4S pic.twitter.com/wDx3mnsQAh
— 60 Minutes (@60Minutes) May 1, 2022
Þá er Guðni spurður að því hve mörg prósent munu horfa á keppnina?
„2019 horfðu 98,4 prósent Íslendinga á keppnina og hin prósentin voru líklega sofandi eftir langan dag.“ Talað er um í þættinum að Guðni sé sagnfræðingur og muni sem slíkur vel eftir ýmsum atriðum í Eurovision. „Ég get auðveldlega rifjað upp sigurlög. Sandra Kim ’86, Brotherhood of Man, „Save your Kisses for Me“ ’76 ef ég man þetta rétt.“
Þá spyr blaðamaður 60 Minutes, Jon Wertheim; hvort hann sé ekki til í að syngja fyrir sig? Þá hlær Guðni.
„Ég syng í baði, ég syng í sturtu. Á ég nún a að syngja í 60 mínútum?“ spyr forsetinn áður en hann brestur í söng og syngur lagið Save All your Kisses for me.