Fimmtudagur 21. september, 2023
3.8 C
Reykjavik

Gulli Helga hætti í vinnunni: „Það voru allir hálfvitar og vitleysingar“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnlaugur Helgason, oft kallaður Gulli Byggir, lenti í kulnun og hætti í vinnunni.

„Ég var nú að grínast með Heimi um að ég yrði líklega mættur þarna í janúar eða febrúar, banki upp á og athugi hvort einhver þurfi ekki að klára sumarfríið sitt,“ sagði Gulli í viðtali í Íslandi í dag og að hann myndi líklegast sakna þess að vera í útvarpinu en til tíu ára stýrði hann þættinum Bítinu, sem er útvarpað á Bylgjunni, ásamt Heimi Karlssyni.

„Þetta var pínulítið orðið eins og Groundhog Day, búin að taka sömu viðtölin oft. Þetta var orðið svolítið eins og hringiða,“ sagði Gulli um málið.

En hvers vegna lenti hann í kulnun?

„Sko, 2022, strembið ár. Þá var ég að gera átta þátta seríu, dóttir mín var að gera upp íbúð, móðir mín veikist og ég þarf að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili. Ég eiginlega bara hljóp á vegg í janúar. Og þá komumst við að því að ég þyrfti einhvers staðar að skrúfa fyrir og Bítið varð fyrir valinu.“

„Þetta var orðið þannig að það voru allir hálfvitar og vitleysingar í kringum mig nema ég. Það var allt leiðinlegt. Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt,“ sagði Gulli.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -