Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Gunnar safnar undirskriftum fyrir flóttakonur: „Þær bjuggu í pappa­kassa á götunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Wa­age safnar nú á undirskriftarlista fyrir tvær sómalskar flótta­konur sem senda á  úr landi.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu.

Þær Fatma Hassan Mohamoud og Nadifa Mohamed eru á þrí­tugs­aldri og koma frá Moga­dishu; höfuð­borg Sómalíu.

Nadifa, til vinstri, og Fatma, til hægri

Stöllurnar sóttu um al­þjóð­lega vernd hér á landi; en vegna þess að þær fengu áður vernd í Grikk­landi hafa um­sóknir þeirra ekki ennþá fengið efnis­lega með­ferð:

„Þessar konur sem hér um ræðir, Fatma og Natifa, bjuggu á götunni í Grikk­landi við hungur og kulda og miklar hættur frá um­hverfinu í formi skipu­lagðrar glæpa­starfs­semi, þ.m.t. vændis og mansals,“ segir á síðu undir­skrifta­söfnunarinnar.

Nadifa er 31 árs og kom hún til Ís­lands í júní í fyrra; starfaði áður í Írak og Jemen við ræstingar.

- Auglýsing -

Fatma er 22 ára og kom einnig hingað í júní í fyrra.

Báðar konurnar upp­lifðu hræðilegar að­stæður í Grikk­landi þar sem þær bjuggu á götunni í pappa­kassa.

Gunnar Waage kynntist Fötmu og Nadifu í gegnum ­konu sína, Hodman Omar Heidar, sem er frá Sómalíu og hlaut al­þjóð­lega vernd á Ís­landi fyrir einu og hálfu ári.

- Auglýsing -

Gunnar segist vita um aðrar sómalskar konur sem vísa á úr landi á næstunni:

„Þetta er náttúr­lega síðasta úr­ræðið að fara þessa leið. Af því að þú vilt ekki gera svona mál að fjöl­miðla­máli fyrr en allt er reynt. Þegar maður er búinn að fara nokkra hringi í gegnum þetta um­sóknar­ferli og síðan á­frýjunar­ferlið hjá kæru­nefndinni, þá fer maður að átta sig á því hvað þessi prósess er brotinn í raun og veru. Þegar fólk fær nei­kvæð svör þá er það alveg með ó­líkindum að lesa á­stæðurnar,“ segir hann.

Gunnar segir Út­lendinga­stofnun hafa gefið þær á­stæður fyrir brott­vísunum fólks frá Sómalíu, að landið sé ekki hættu­legt land; þar sé fólk öruggt svo lengi sem það haldi sig innan laga­ramma sjaríalaga sem eru víða í gildi í Sómalíu.

Mikill pólitískur ó­stöðug­leiki er hins vegar í Sómalíu; hlutar landsins eru undir stjórn íslam­ista sam­takanna Al-Shaba­ab:

„Það eru náttúr­lega ís­lensk lög sem gilda á Ís­landi og síðan al­þjóða­lög. Þetta fólk er að flýja sjaría­lögin og sér­stak­lega konurnar. Þannig það er alveg ó­trú­legt að lesa svona lagað í neitun frá Út­lendinga­stofnun. Maður bara trúir varla sínum eigin augum. Það er ekki orðum aukið að þessar stúlkur eru með hræði­lega á­falla­sögu. Þetta eru í rauninni okkar veikustu og veik­byggðustu um­sækj­endur,“ segir Gunnar og nefnir að önnur kvennanna eigi börn sem hún hafi orðið við­skila við í Eþíópíu; en henni var neitað um fjöl­skyldu­sam­einingu í Grikk­landi.

Eins og frægt er var nýverið greint frá því að til standi að senda um 300 hælis­leit­endur úr landi á næstunni.

Gunnar er gagn­rýninn á Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og segist fyrir sitt leyti ekki sjá hvernig Katrín ætlar að komast út úr þessu máli pólitískt séð:

Katrín Jakobsdóttir

„Í gegnum tvennar þing­kosningar þá var ég með kosninga­vakt í sam­bandi við flótta­manna­mál og í báðum til­fellum komu Vinstri grænir út með fullt hús stiga. Meira að segja fékk ég gögnin send beint frá Katrínu sjálfri um sam­þykktir Vinstri grænna og þeirra stefna var lang­sam­lega sterkust af öllum flokkunum í mál­efnum flótta­fólks. Ég skil ekki hvernig hún getur síðan látið sam­starfs­flokki eftir þetta ráðu­neyti og látið þetta fara svona. Ég bara veit ekki hvernig hún ætlar að lifa þetta af pólitísk ef þetta á að vera svona, við getum ekki farið svona með fólk,“ segir Gunnar.

Gunnar segir að lög­reglan sé nú þegar byrjuð að undir­búa brott­vísun þeirra Fötmu og Nadifu og bætir við að yfir­völd séu að flýta sér að undir­búa brott­vísunina; því senn líður að því að konurnar séu búnar að vera á Ís­landi í eitt ár:

„Lög­reglan hringdi tví­vegis í morgun í aðra þeirra þannig að það er verið að undir­búa þetta að senda þær úr landi. Alla­vega annað málið er komið til lög­reglu og hitt er að fara ef­laust líka. Ef það líður ár þá ber þeim skylda til þess að taka málið til efnis­legrar með­ferðar.“

Eðlilega kvíða Fatma og Nadifa þess að verða sendar aftur til Grikk­lands; enda hefur í­trekað verið greint frá ó­mann­úð­legum að­stæðum flótta­manna þar í landi:

„Þær bjuggu í pappa­kassa á götunni í drullu og drasli og við­bjóði og það er bara það sem bíður þeirra ef þær eru sendar aftur þarna út í ó­mann­úð­legar að­stæður, það er bara ekkert annað,“ segir Gunnar, sem vonast til þess að undir­skrifta­söfnunin muni vekja at­hygli á málinu; en einnig hefur verið ritað erindi til for­seta Ís­lands þar sem málið er sagt þola enga bið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -