Laugardagur 4. desember, 2021
-5 C
Reykjavik

Gunnar segir frá hrottalegu kynferðisofbeldi: „Eftir jólahlaðborðið var mér byrlað“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Karl Ólafsson, sérfræðingur á kjarasviði hjá stéttarfélaginu Báran, sagði í hlaðvarpsþætti Eddu Falak frá hrottalegu kynferðisofbeldi sem hann varð fyrir í Berlín og hvernig hann vann úr áfallinu. Í þættinum er talað um gerendameðvirkni, afneitun og þöggun sem þau segja hafa verið áberandi í umræðunni.

Gunnar lýsir ofbeldinu og segir: „ég var í jólapartýi í Berlín í vinnunni. Við fórum á einhvern bar eftir jólahlaðborðið og þar var mér byrlað. Ég rankaði við mér sex til sjö tímum seinna, inni í einhverri íbúð og þar eru fjórir karlmenn þar að skiptast á. Það heldur áfram í marga klukkutíma. Þeir settu fleiri lyf í vökvaformi upp í mig og héldu áfram,“ segir Gunnar.

„Ég átti að mæta í vinnuna klukkan fimm daginn eftir og gerði þeim það ljóst að ég þurfti að mæta og þá leyfðu þeir mér að fara. Ég fór bara í vinnuna og vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér og burðaðist með þetta í tvær vikur án þess að ég segði neinum.“

Gunnar Karl brotnaði niður tveimur vikum seinna þegar hann hitti vin sinn í kaffi.

„Allt í einu kom þetta yfir mig og þá hringdi hann í fyrrverandi kærastann og fyrrverandi kærastinn hringdi í mömmu. Hann fór beint með mig að láta tjékka á kynsjúkdómum og öllu því. Það var svona ferli hjá mér,“ segir hann.

„Þolendur gera sér ekki endilega grein fyrir því hvað gerðist fyrir þá strax. Eins og að fá aðstoð frá áfallateyminu hjá neyðarmóttöku. Þú ferð strax í það ef þú ferð upp á neyðarmóttöku en ef þú ert með gömul mál, ef ég fer núna með málið mitt út af áfallastreituröskun þá er eins og hálfs árs biðtími í að komast í vinnu með teyminu.“

- Auglýsing -

Eftir ofbeldið ákvað Gunnar að flytja heim til Íslands.

„Ég eiginlega krassaði bara og kom heim og gerði ekkert í sex mánuði nema að liggja uppi í rúmi. Síðan leitaði ég fyrst í svona úrræði hjá Samtökunum 78 sem bjóða upp á sálfræðitíma og það eru sjálfboðaliðar, sálfræðingar, sem sinna því. Þar átti ég góðan einn tíma og var bent þaðan á Bjarkarhlíð, og þar í raun og veru byrjaði mitt bataferli af alvöru og það var hún Ragna forstöðukona þar sem algjörlega hélt utan um mig.“

Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -