Fimmtudagur 29. september, 2022
9.8 C
Reykjavik

Gunnar Smára grunar Davíð um græsku: „Má svo sem vel vera að útgerðin borgi Davíð 85 m.kr. á ári“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaforingi spáir í laun Davíðs Oddssonar í nýrri færslu á Facebook. Þykir honum launin grunsamlega há.

Í færslu sem birtist í gær í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins, veltir Gunnar Smári fyrir sér launum ritstjóra Morgunblaðsins, Davíðs Oddssonar, sem honum þykir grunsamlega há. Rifjar hann upp í byrjun færslunnar frumvarp að lögum sem tryggðu forystufólki Íslands betri kjör.

„Davíð Oddsson lét Halldór Blöndal leggja fram frumvarp að lögum um eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara árið 2003 og fékk forystufólk annarra flokka til að samþykkja, enda færði það því stóraukin réttindi og enn meira fé úr almannasjóðum.

19. gr. lagana hljóðar svo:

„Nú tekur sá sem nýtur eftirlauna samkvæmt lögum þessum við nýju starfi og skerðast þá eftirlaunagreiðslur til hans fram að 65 ára aldri um sem nemur 0,5% af áunnum rétti fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði sem vantar á 65 ára aldur frá því að við starfi er tekið. Sama skerðing verður á eftirlaunum þess sem er í starfi er hann öðlast rétt til eftirlauna samkvæmt lögum þessum. Skerðing greiðslna samkvæmt þessari grein fellur þó niður þegar látið er af starfi.“,“ skrifaði Gunnar Smári.

Segir Gunnar Smári að samkvæmt þessu eigi Davíð ekki að vera á eftirlaunum samhliða launum sínum sem ritstjóri. „Sjá má af greinargerð frumvarpsins að Davíð sá fyrir sér að stunda ritstörf eftir að hann hætti í pólitík. Þar stendur:

„Rétt er að vekja athygli á að í greininni er talað um „starf“ en samkvæmt almennri merkingu er það aðalstarf sem jöfn mánaðarlaun koma fyrir. Er með orðunum „tekur … við nýju starfi“ höfð hliðsjón af orðalagi 2. mgr. 34. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, þótt skerðingin sé að öðru leyti ólík. Ekki er gerður greinarmunur á hvort starfið er opinbert eða á einkamarkaði. Þannig felst ekki í greininni að tilfallandi störf, þótt fyrir þau komi tekjur, valdi skerðingu eftirlauna. Nefna má tekjur af setu í stjórnum, nefndum og ráðum, af tilfallandi kennslu eða fyrirlestrum, af ritstörfum eða annarri listrænni starfsemi og öðru þess háttar.“,“
Í niðurlagi færslunnar segir Sósíalistaforinginn að kanna þyrfti þessi háu laun Davíðs.„Nú stundar Davíð ritstörf, en þau eru ekki tilfallandi heldur fast starf svo hann ætti ekki að
vera á eftirlaunum samhliða starfi sínu sem ritstjóri. Mér finnst að einhver blaðamaður ætti að kanna þetta, hvaðan þessar miklu tekjur koma. Það má svo sem vel vera að útgerðin borgi Davíð 85 m.kr. á ári (þessi laun plús launatengd gjöld) fyrir staksteina- og leiðaraskrif, en það er vert að kanna hvort við skattborgarar séum að borga manninum þegar við þurfum þess ekki.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -