Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Gunnar Smári segir sjálfstæðismenn hata Reykvíkinga: „Við þurfum að taka tjald með okkur á Húsavík

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson, forsprakki Sósíalistaflokksins og fyrrverandi ritstjóri, segir Sjálfstæðisflokkinn hata Reykvíkinga og að flokkurinn komi ekki til með að fyrirgefa borgarbúum. Hann segir hatrinu fylgja viss óþægindi fyrir þá sem búa í borginni.

Gunnar Smári lýsir þessu yfir á spjallsvæði sósíalista á Facebook og er tilefni skrifanna sú ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra að embætti Sýslumanns Íslands verði staðsett á Húsavík. Þetta hefur Gunnar um málið að segja:

„Sjálfstæðisflokkurinn fyrirgefur Reykvíkingum ekki að hafa hafnað flokknum og útilokað frá stjórn borgarinnar. Tryggingastofnun er komin í Kópavoginn, sýslumaðurinn líka, Hafró til Hafnarfjarðar o.s.frv. Þessu fylgja viss óþægindi fyrir okkur sem flokkurinn hatar,“ segir Gunnar Smári og heldur áfram:

„Fyrst þurftum við að fara með nesti í Kópavoginn til að sækja vottorð hjá sýslumanni, sem lét okkur bíða í þrjá tíma í biðröð (hvar sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður eru biðraðir). Nú þurfum við að taka tjald með okkur til sýslumanns á Húsavík ef við þurfum að þinglýsa leigusamningi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -