Fimmtudagur 11. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Gunnar Smári um SFS: „Neita að horfast í augu við að verkafólkið sé sjálfstæðar manneskjur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Gunnar Smári segir að útgerðamenn verði að horfast í augu við að verkafólk séu manneskjur, ekki eign þeirra.

Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson er duglegur að benda á og gagnrýna það sem miður fer í samfélaginu, þá sérstaklega þegar kemur að stjórnvöldum og stórfyrirtækjum. Í nýrri færslu í grúppu Sósíalistaflokksins á Facebook birtir hann frétt af Fréttablaðinu um harða baráttu stéttarfélagsins Framsýnar og SFS. Við hlekkinn ritar Gunnar Smári:

„Fyrst tekur SFS skattana sem verkafólkið borgar og eignar sér þær skattgreiðslur, telur með sem skattgreiðslur útgerðarinnar. Síðan telja þau sín eigin laun með þegar þau reikna út meðallaun í fiskvinnslu, segja verkafólkið hafa frábær laun þótt það hafi ekki neitt aðgengi að launaumslögum útgerðarmannanna sjálfra. Útgerðarmennirnir neita að horfast í augu við að verkafólkið sé sjálfstæðar manneskjur, tala um það sem eign sína.“

Færslan hefur vakið athygli en hefur henni verið deilt fimm sinnum frá birtingu og fjölmargir hafa sett þumal sinn eða reiðikarl við hana.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -