Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hætta við umdeilda lagabreytingu um afnám persónuafsláttar örorku- og lífeyrisþega erlendis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hætt hefur verið við að afnema persónuafslátt örorku- og ellilífeyrisþega sem búa erlendis, í bili að minnsta kosti.

RÚV segir frá því að afar umdeild lagabreyting sem samþykkt var á Alþingi á síðasta ári, nái ekki fram að ganga á þessu þingi. Fyrirætlun stjórnvalda var að afnema persónuafslátt þeirra örorku- og ellilífeyrisþega sem búa erlendis. Ölli samþykktin reiði margra en nú hefur verið ákveðið að fresta gildistöku laganna, svo hægt verði að skoða málið nánar. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur nú til að hætt verði alfarið við breytinguna.

Þegar Tryggingastofnun birti tilkynningu um breytinguna á heimasíðu sinni í fyrra varð uppi fótur og fit meðal fólks sem fékk örorkulífeyri og urðu margir reiðir, enda sáu þeir fram á að gildistök laganna myndi snarlækka hag þeirra. Á ári er 100 prósent persónuafsláttu 779 þúsund krónur á ári. Tekin var sú ákvörðun að fresta gildistöku laganna um ár og skoða málið nánar.

Fjármálaráðuneytið sagði, er hin umdeildu lög voru samþykkt, að persónuafsláttur væri almennt einungis í boði í því landi sem fólk byggi og að í einhverjum tilfellum hefði fólk misnotað kerfið þannig að það fengi afsláttinn bæði hér á landi og í því landi sem það byggi. Þá sagði ráðuneytið aukreitis að þó að fólk sem byggi erlendis fengi persónuafsláttinn þýddi það ekki endilega batnandi fjárhagsstaða því það borgaði þá hærri skatta í landinu sem það byggi í.

RÚV segir frá því í frétt sinni að í svari fjármálaeftirlitsins við spurningar fréttastofunnar í febrúar, hafi komið fram að áhrifin á örorku- og ellilífeyrisþegar erlendis höfðu ekki verið skoðuð sérstaklega. Rétt tæpum tveimur mánuðum eftir að lagabreytingin var samþykkt sendi ráðuneytið frá sér eftirfarandi: „Verið er að skoða hvort tilvik eru um að fólk njóti engra persónuívilnana.“

Í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar í byrjun nóvember kemur þó í ljós að lagabreytingin gæti haft mikil en tímabundin áhrif á lífeyrisþegar sem búa í útlöndum, sér í lagi þeirra sem búi annars staðar en á Norðurlöndunum. Persónuafslátturinn hefði fallið niður hjá þeim einstaklingum um næstu áramót og þeir fengið minna útborgað um hver mánaðarmót sem nemur persónuafslættinum. Þá væri fólkið á sama tíma að greiða skatta vegna síðasta árs í landinu þar sem það býr. Hinsvegar myndi fólk greiða sama sem ekkert í skatt í búsetulandinu á öðru ári, samkvæmt ráðuneytinu.

- Auglýsing -

„Þessi tímabundnu áhrif, sem bundin eru við fyrsta árið, geta komið illa við ákveðna hópa og þá einkum þá sem eru að fá örorkulífeyri,“ segir í minnisblaði fjármálaráðuneytisins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -