Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Hættir í fússi á Útvarpi Sögu: „Hikar greinilega ekki við að nota rásina til að básúna út lygum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gústaf Adolf Skúlason er hættur hjá Útvarpi Sögu. Gústaf birti bloggfærslu þar sem hann rekur raunir sínar, hallarekstur stöðvarinnar og framgöngu útvarpsstjórans, Arnþrúðar Karlsdóttur.

„Undirritaður sem verið hefur viðloðandi stöðina í um 15 ár og síðustu ár með titilinn „fréttamaður í Svíþjóð“ gerði smá úttekt á innlendum fréttum um sögu félagsins Útvarp Saga. Kom þá í ljós fjöldinn allur af einstaklingum sem hafa á einn eða annan hátt verið hraktir frá stöðinni eða hreinlega bolað út. Sum þeirra mála hafa endað í dómstólum og ekki alltaf í hag eigenda stöðvarinnar,“ ritar Gústaf.

Hann segir jafnframt í færslunni að Arnþrúður hiki ekki við að nota útvarpsrásina til lyga og blekkinga:

Undirritaður heyrði væl útvarpsstjórans nýlega sem hikar greinilega ekki við að nota rásina til að básúna út lygum um þá sem henni er illa við. Lýsti hún því yfir að hún væri kona og eigandi Útvarp Sögu. Það voru þá nýjar fréttir. Hún lýsti undirrituðum sem „vælandi karlmanni á facebooksíðum sem þyldi ekki að kvenmaður væri yfirmaður sinn“ og lýsti því yfir að „viðkomandi leyfði sér ýmislegt gagnvart konum sem ekki viðgengist gagnvart körlum.“

Útvarp saga í dúndrandi tapi
„Þegar ársskýrslur Útvarps Sögu undanfarin 3 ár eru skoðaðar kemur í ljós að félagið er í dúndrandi taprekstri. Tap félagsins fyrir 2022 er 20.729.660 kr og fyrir ár 2021 var tapið 16.244.311 kr eða samtals krónur 36.973.971 kr,“ þá segir hann jafnframt að Arnþrúður sé eini hlutafjáreigandi í félaginu að andvirði hálfrar milljónar.

Hann sakar Arnþrúði um að banda frá sér góðu fólki sem er allt að vilja gert til að reyna að hjálpa stöðinni og ritar:
„… ekki hægt að trúa lengur að allir auglýsendur séu vondir og öll vandamál stöðvarinnar séu vondu fólki að kenna. Eiginlega er hugmynd stöðvarinnar að lífnæra sig á þeim sem vorkenna stjórninni og borga henni peninga: „Vorkennið mér og borgið fyrir það!“ eru hin eiginlegu kjörorð stöðvarinnar. Með skorti á tillitssemi gæti einhver haldið því fram, að viðskiptahugmynd stöðvarinnar væri að selja út neyð annarra. Alla vega er stöðin ekki sú trygging fyrir málfrelsi sem heyrist í kjörorðinu: „Tölum á meðan aðrir þegja.“ Ekki mátti skrifa greinar um Covid um mánaðarmótin, vegna þess „hversu margir af stuðningsmönnum stöðvarinnar eru bólusettir og fá útborgað þá.“ Fleiri dæmi finnast og bíða síðari tíma.“

- Auglýsing -

Lesa á færslu Gústafar Adolfs hér í heild

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -