Föstudagur 11. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Hafa drepið ellefu hvali á innan við viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Áhafnir hvalbátanna tveggja hafa alls skotið ellefu dýr á sex dögum en fjórar langreyðar veiddust í gær. Skipið Hvalur 8 kom til hafnar um hádegi í dag með tvær langreyðar en Hvalur 9 kom í nótt, einnig með tvær langreyðar. Fyrstu hvalirnir náðust á fimmtudaginn síðasta og hafa bæði Hvalur 8 og Hvalur 9 stoppað stutt þegar í land er komið.

Frá 22.júní til 28.september í fyrra veiddust 148 langreyðar en samkvæmt tölum Hagstofunnar má ætla að útflutningsverðmæti af frystum hvalaafurðum hafi numið tæpum þremur milljörðum króna á síðasta ári. Mótmælendur og náttúruverndasinnar hafa verið árberandi síðustu daga og birt meðal annars myndir sem þau telja sanna að Hvalur hf. fari ekki eftir reglum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -