Þriðjudagur 21. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Hafnarfjarðabær búinn að týna barnaverndargögnum: „Ég myndi kalla þetta upplýsingaóreiðu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Engin gögn finnast hjá Hafnarfjarðabæ um konu sem vistuð var hjá sex mismunandi aðilum á árunum 1980 til 1986. „Upplýsingaóreiða,“ segir lögmaður konunnar.

Kona nokkur segist í samtali við Mannlíf ekki geta fengið að sjá nein gögn um það hvers vegna hún hafi verið vistuð á vegum Barnaverndar Hafnarfjarðar, hjá sex mismunandi ábyrgðaraðilum er hún var barn, vegna þess að engin gögn finnast um málið.

Upplýsingaóreiða

„Ég myndi kalla þetta upplýsingaóreiðu,“ sagði Eva Hauksdóttir, lögmaður konunnar og hélt áfram. „En já, þetta er alveg satt, Hafnarfjarðarbær er búinn að týna öllum gögnum, það finnast engin gögn og við vitum ekki hvort þau hafi verið brennd, þeim hafi verið fleygt á haugana eða hvort þau séu í einhverjum pappakassa undir rúmi hjá meðlimi Barnaverndar eða annars starfsmanns sveitarfélagsins.“ Segir Eva að konan hafi aldrei fengið almennileg svör við því af hverju hún var vistuð til að byrja með, hjá ábyrgðaraðilum. „Það hvernig haldið var utan um svona gögn fyrir nokkrum áratugum, það var bara allt í lamasessi og fólk fær ekki almennilegar upplýsingar. Varðandi þessa konu, þá vita það allir sem hana þekkja, að hún var vistuð hér og þar, tvist og bast og hún fékk aldrei skýringar á því og hefur aldrei fengið skýringar á því af hverju hún var vistuð og af hverju var hún vistuð þar en ekki einhversstaðar annars staðar.“

Eva segir þetta ekki aðeins eiga við um Hafnarfjarðabæ. „Þetta á ekki bara við um Hafnarfjarðabæ, ég hef líka verið að vinna fyrir fólk sem vistað var á Silungapolli, sem fær engar upplýsingar um sína vistun. Bara hvar þau voru en ekkert annað.“

Vonast eftir sanngirnisbótum

- Auglýsing -

Þá segir Eva að það hafi ekki verið í lögum á þeim tíma, nein fyrirmæli um það hvernig eigi að meðhöndla og geyma slík gögn. „Þannig að það er ekkert hægt að gera, ekki hægt að sækja bætur eða neitt út af þessari upplýsingaóreiðu. Og við vitum ekki einu sinni hvort trúnaður hafi verið brotinn af því að við vitum ekki hvað varð af þessum pappírum. Það getur allt eins farið svo að þau finnist í kassa þegar erfingjar bæjarstarfsmanna fara að gera upp dánarbú. Þetta er auðvitað bagalegt og vegna þess að engin lög voru sett um þetta á sínum tíma, þá á fólk engan rétt á bótum fyrir þessa ömurlegu aðstöðu. Ég er hins vegar að vona að þótt þetta fólk eigi engan lagalegan rétt þá verði því boðnar sanngirnisbætur því það setur mark á sálarlíf fólks að fá ekki að vita um ástæðunar fyrir afdrifaríkum ákvörðunum sem teknar voru um líf þess á vegum stjórnvalda í barnæsku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -