Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Hafsjór af skemmtun á sjómannadeginum í Reykjavík: „Við ætlum að tjalda öllu til“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík í dag. Mikil spenna hefur ríkt í herbúðum þeirra sem hafa staðið að hátíðinni, en hún hefur legið niðri undanfarin 2 ár vegna Covid-19 og samkomutakmarkana í kjölfarið.

Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim eru bakhjarlar hátíðarinnar og standa að skemmtuninni við Reykjavíkurhöfn við Granda. Undirbúningur hefur staðið yfir í hálft ár en það eru þær Anna Björk Árnadóttir hjá viðburðarfyrirtækinu Eventum og Elísabet Sveinsdóttir, markaðskona sem hafa leitt þá vinnu.

„Við ætlum að tjalda öllu til og bjóðum upp á tvö svið, annað við Brim og hitt á miðjum Grandagarði. Þar stíga á stokk m.a. tónlistarfólkið Bríet, Valdimar Guðmunds, Emilía Hugrún, Jón Arnór og Baldur, harmónikkuleikarar og Magnús Hafdal trúbador. Atriði úr Latabæ og Línu langsokk verður á litla sviðinu auk þess sem Ávaxtakarfan verður á stóra sviðinu. Þá er koddaslagurinn klassískur auk þess sem reiptog, sigling með varðskipinu Þór, bryggjusprell, klifurkeppni, dorgveiðikeppni, kraftakeppni og fiskisúpusmakk verður í boði.

Kynnar verða síðan hin ofurhressu Eva Ruza og Hjálmar,“ segir Anna Björk, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins í Reykjavík 2022.

Flökunarkeppni Æði-strákanna og heiðrun sjómanna

Hátíðin hefst klukkan 11 með lúðrablæstri skipa í höfninni og skrúðganga fer frá Hörpu kl. 12:30 og endar á Granda þar sem við tekur fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Briddað verður upp á nokkrum nýjungum og ber þar hæst flökunarkeppni milli Æði-strákanna á stóra sviðinu við Brim, ratleikur með veglegum vinningum og verbúðarsett á Sjóminjasafninu. Heiðrun sjómanna fyrir framúrskarandi störf í þágu atvinnugreinarinnar fer fram í Hörpu kl. 14 og verður sú athöfn í beinni útsendingu á Rás 1.

- Auglýsing -

Þátturinn Óskalög sjómanna endurvakinn og í tilefni sjómannadagsins verður einn vinsælasti útvarpsþáttur allra tíma, Á frívaktinni (óskalög sjómanna) endurvakinn. Þátturinn hóf göngu sína árið 1956 en var lagður niður árið 1990. Það er engin önnur en Svanhildur Jakobsdóttir sem hefur umsjón með þessari hátíðarútgáfu. Þátturinn verður á dagskrá á sjómannadaginn kl. 15 á Rás 1.

„Það er gaman að RÚV ætli að endurvekja þennan geysivinsæla þátt og það með sjálfri Svanhildi Jakobsdóttur og vonum við svo sannarlega að hann falli í kramið hjá hlustendum. Þá verður verbúðarsetti stillt upp í Sjóminjasafninu við Granda þar sem fólk getur komið og tekið mynd af sér í settinu. Annars mælum við með að fólk kynni sér dagskrána vel á sjomannadagurinn.is eða á borginokkar.is/sjomannadagurinn,“ segir Elísabet Sveinsdóttir.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -