Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Halldór um ástæðuna fyrir afsögninni: „Það á að vera gaman að starfa í flokknum sem maður er í“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halldór Auðar Svansson segir ástæðuna fyrir því að hann hafi nú sagt af sér formennsku í framkvæmdarstjórn Pírata, eftir aðeins þriggja vikna setu, sé sú að það hafi ekki verið gaman að vera formaður þeirrar stjórnar.

Sagt var frá því fyrr í dag að Halldór Auðar Svansson, varaþingmaður Pírata hafi hætt sem formaður framkvæmdarstjórnar en aðeins er tæpur mánuður síðan hann var kosinn í embættið.

Mannlíf ræddi við Halldór um ástæðuna fyrir því að hann stígur nú til hliðar. Í skriflegu svari segir hann: „Það á að vera gaman að starfa í flokknum sem maður er í, en það var bara því miður ekki gaman að vera formaður framkvæmdastjórnar. Það er einfalda svarið.“

Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af því að ólgurnar sem vart hefur verið í flokknum að undanförnu muni hafa áhrif á fylgi flokksins svaraði Halldór:

„Ég vona að þetta hafi ekki áhrif á fylgið, en það kemur bara í ljós út frá því hvernig stemningin í flokknum verður núna eftir að ég er búinn að stíga til hliðar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -