Undanfarnar vikur hefur Inga Sæland verið í bobba vegna tveggja mála sem upp hafa komið en hægt að kalla þau „Styrkjamálið“ og „Skómálið“ og eins og eðlilegt þykir hafa íslenskir fjölmiðlar verið duglegir við að fjalla um þau mál.
Sumum þykir þó Morgunblaðið hafi farið of hart í Ingu og blaðamenn sakaðir um að tækla manninn fremur en boltann. Þá hefur framsetning á nýlegri frétt blaðsins um fasteignakaup Ingu árið 2018 og 2021 vakið undrun margra lesenda.
Einn þeirra sem hefur viljað ræða fréttir blaðsins er rithöfundurinn Hallgrímur Helgason en hann hefur tvívegis reynt að hefjast umræðu um Morgunblaðið og Ingu Sæland í Facebook-hópnum Fjölmiðlanördar. Tilgangur hópsins er ræða fjölmiðla, bæði innlenda og erlenda, og allt sem þeim viðkemur. Færslum Hallgríms hefur hins vegar í tvígang verið eytt en hluti af færslum hans hefur verið myndin sem er hér fyrir neðan.
Ekki verður séð á reglum hópsins að Hallgrímur hafi brotið reglur hans en athygli vekur að einn af stjórnendum hópsins er Andrés Magnússon, fulltrúi ristjóra á Morgunblaðinu, en hann skrifaði að minnsta kosti eina af greinunum sem er á myndinni sem Hallgrímur deildi. Mögulega skrifaði hann fleiri en sumar þeirra eru skrifaðar í skjóli nafnleyndar.
Ekki hafa verið gefnar skýringar á af hverju færslum Hallgríms var eytt.