Föstudagur 2. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Hallgrímur Helgason gagnrýndur fyrir markaðsókn í Rússlandi

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Íslendinga hlýtur því að reka í rogastans þegar fréttir berast af markaðssókn eins okkar kunnasta rithöfundar, Hallgríms Helgasonar, inn á Rússland. Fyrir nokkrum dögum var greint frá bókakynningu í Moskvu, í bókabúðinni „Háa C-ið“ við Trubnayagötu 21,“ svo skrifar Sigurður Már Jónsson pistlahöfundur í pistli sem birtist á mbl.is.

Sigurður greinir frá að þar höfðu Elena Dorofeeva frá Gorodets forlaginu og þýðandinn Olga Markelowa rætt við íslenska höfundinn Hallgrím Helgason í gegnum fjarfundabúnaðinn  Skype, þar sem höfundurinn var staddur í Reykjavík og birtir mynd samhliða.

Mynd af Hallgrími Helgasyni á fundi í Rússlandi í gegnum fjarfundabúnað. Mynd/skjáskot mbl.is

„Fulltrúi íslenska sendiráðsins í Moskvu tók þátt spjallinu. Umræðuefnið var bókin „Sextíu kíló af sólskini” sem nýlega kom út í Rússlandi og hefur að sögn fengið góðar viðtökur þar. Hallgrímur virðist þó átta sig á því tvöfalda siðgæði sem fylgir þessari útgáfu í Rússlandi og kynningu henni samfara,“ ritar Sigurður Már.

Hann segir Hallgrím meðvitaðan um siðgæðisbrestinn og Sigurður vitnar í orð Hallgríms Helgasonar til aðdáenda sinna: „Maður spurði sig eðlilega hvort rétt væri að gefa út bók í landi Pútíns en eftir samtöl við kollega og fleiri var niðurstaðan sú að bókmenntasamskipti væru af hinu góða, í gegnum þau forlög sem óháð eru stjórnvöldum.“

Sigurður Már bætir því næst við: „Áður hefur hann [Hallgrímur Helgason] gagnrýnt samskipti sem hann virðist nú telja í lagi.“

Að lokum bendir Sigurður Már á að vonlaust væri að reyna viðskiptabann við Rússa ef allir hugsuðu svona. Hann bendir á viðurlög sem fylgja viðskipta- og samskiptabanni, jafnvel þó að um gáleysi sé að ræða.

- Auglýsing -

„Augljóst er að skáldið telur að refsiaðgerðir gegn Rússum nái ekki til hans,“ ritar hann að endingu.

Viðbrögð Hallgríms Helgasonar

Mannlíf hafði samband við Hallgrím Helgason og leitaði viðbragða.

„Mér þykir þetta ekki falla undir viðskipti heldur menningarsamskipti,“ segir Hallgrímur.

- Auglýsing -

„Þetta ollli mér vissulegum heilabrotum eins og ég útskýrði í viðtalinu við Moggann og maður gerir það ekki alveg autómaktísk að segja „Já“ við útgáfu í Rússalandi. Eftir að hafa rætt við kollega mína erlendis meðal annars; úkraínu manninn, Andrey Kurkov þá ákvað ég að láta slag standa. Forlagið er ekki hliðhollt stjórnvöldum. Konan sem stjórnar forlaginu er frá Úkraínu. Ég er að gefa út bók fyrir lesendur, almenna lesendur í Rússlandi og þeir eru ekki allir undir stjórnvöld settir og ekki allir sammála stefnunni í Úkraínu. Ég er að reyna að ná til hins góða rússneska lesanda.“

Hallgrímur vildi í lokin bæta við að þetta væru ekki beinlínis viðskipti heldur menningar-samskipti þar sem að allar peningaupphæðir eru fremur táknrænar en annað.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -