Fimmtudagur 30. júní, 2022
10.8 C
Reykjavik

Hallgrímur Helgason segir ríkisstjórninni til syndanna: „Það breytir engu fyrir flóttafólkið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einn dáðasti rithöfundur Íslands, Hallgrímur Helgason skrifaði í gær sterka færslu þar sem hann segir ríkisstjórn Katrína Jakobsdóttur til syndanna vegna fyrirætlun hennar að senda hátt í 200 flóttafólk úr landi á næstunni.

„Óþægilegar hádegisfréttir. Það breytir engu fyrir flóttafólkið þótt Jón og Katrín viðri ólíkar skoðanir sínar á málinu í fjölmiðlum. Það breytir engu kæra Katrín þótt flóttafólkið sé nær 200 að tölu en ekki 300. Það breytir engu þótt talað sé um einstaklinga fremur en hóp. Og það breytir engu kæra Katrín að ítrekað sé enn og aftur að Vg hafi ólíka stefnu í þessum málum en XD. Það eina sem skiptir máli ER HVAÐ RÍKISSTJÓRNIN YKKAR GERIR.“

Meira en 300 manns hefur líkað við færslu Hallgríms og þó nokkir skrifað athugasemdir við hana. Þar á meðal Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar:

„Hún tekur ákvörðun um að gera ekkert. Ekki neitt! Talar um að fólk fari sjálfviljugt – en þau eru ekki að fara vegna þess að þau VILJA heldur þýðir þetta að þau velja að fara ekki í lögreglufylgd heldur á eigin vegum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -