Fimmtudagur 18. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

„Hann fékk bara 8 mánuði en hefði í dag fagnað sextugs afmælinu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Hann fékk bara 8 mánuði en hefði í dag fagnað sextugs afmælinu ef hann hefði fengið að lifa. Ólafur Þór Bragason, frumburður foreldranna Braga Ólafssonar og Ingibjargar Þórðardóttur.“

Þetta skrifar Þórður Bragason, vélstjóri og háseti á Gunnu Valda ÍS, á Facebook í einlægri færslu sem hefur hreyft við mörgum. Þar minnist hann eldri bróður síns, sem lést einungis 8 mánaða gamall. Þórður segist oft hugsa til bróðursins sem hann kynntist aldrei.

„Ég hef oft hugsað til þess hvenig það væri að eiga eldri bróður auk Ellu sem er líka eldri en ég. Sú til hugsun fær mann til að fagna því láni að sjá börnin sín vaxa og dafna. Hvar sem þú ert bróðir, hvað sem þú ert að gera, ég elska þig og hef alltaf þráð að fá að kynnast þér. Í dag fagna ég afmælinu þínu og velti fyrir mér hvað þú værir að gera í dag ef þú værir með okkur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -